Brandarar, bolamyndir og almenn gleði eftir að Derrick Rose var sýknaður af hópnauðgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2016 12:00 Derrick Rose, lögmaður hans og einn kviðdómenda hress og kát eftir réttarhöldin í gær. mynd/twitter NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016 NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016
NBA Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira