Viðskipti erlent

Nýr iPhone verður væntanlega minni en iPhone 6

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þeim sem fannst iPhone 6 of stór geta fagnað iPhone SE.
Þeim sem fannst iPhone 6 of stór geta fagnað iPhone SE. vísir/getty
Nýjustu vörukynningar Apple hafa snúist um að gera allt stærra þá mun næsta kynning tæknirisans fara í allt aðra átt. Í stað stærri iPhone og júmbó iPads verður boðið upp á smækkaðan iPhone SE og sömu sögu er að segja af nýju iPad Pro útgáfunni. Þá verða einnig kynnt til sögunnar nýjar týpur af Apple snjallúrunum.

Fjögurra tommu skjárinn, sem fólk kannast við frá iPhone 5, mun snúa aftur á nýjan leik. Í stað þess að síminn hljóti nafnið iPhone 6c herma heimildir að hann hljóti endinguna SE. Getgátur herma að síminn verði nánast eins og gamla fimman í útliti þó innihaldið verði talsvert öðruvísi. Tengi fyrir heyrnartól verður til staðar en líklegt þykir að það verði ekki í iPhone 7 línunni. Breytingin frá iPhone 5 felst í innihaldinu. Allt það sem prýðir iPhone 6 verður að finna í símanum.

Nýja útgáfan af iPad Pro verður í raun allt það sem prýðir Pro nema að í útliti mun hann minna á iPad Air. Í stað tæplega þrettán tommu skjás hefur því verið gert í skóna hann verði 9,7 tommur og að allt hið nýjasta muni prýða hann.

Kynning Apple mun fara fram mánudaginn 21. mars en þá mun koma í ljóst hvort orðrómarnir séu á rökum reistir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×