Norwegian Air breytir stefnu sinni vegna Ara: „Við unnum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2016 23:03 Norwegian Air hefur boðist afsökunar vegna málsins og ætlar að endurskoða stefnu sína. MYND/EGGERT JÓHANNSSON/EPA Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016 Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016
Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55