Margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri Einar Mikael Sverrisson skrifar 21. janúar 2016 13:30 Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. Þrír íslenskir vefmiðlar höfðu birt fréttir sem samanstóðu af fullyrðingum um mig sem ekki er fótur fyrir. Fjallað var um markaðsrannsóknarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt en nýtti aldrei. Styrkurinn, sem var eingreiðsla upp á 550.000 krónur, var með öðrum orðum aldrei greiddur út. Þar fyrir utan hafði styrkurinn ekkert með töfrasýningar mínar hér á landi að gera. Ekki neitt. Auk þess sem markaðsrannsóknarstyrkur ætlaður fyrirtækjum á fátt ef nokkuð skylt við listmannalaun sem var upphaf þessarar umræðu. Í þeirri frétt sem birtist í Nútímanum sem unnin er út frá pistli bloggara á Stundinni segir að ekki hafi náðst í „Einar Mikael við vinnslu fréttarinnar.“ DV birti frétt af sama toga þar sem hamrað var á því að ég hefði þegið umræddan styrk. Það er athyglisvert að hvorki Stundin, Nútíminn né DV reyndu að hafa samband við mig til að fá á hreint hvernig í málunum lægi. Það var ekkert „missed call“ á símanum mínum né heldur skilaboð frá hlutaðeigandi á Facebook eða tölvupóstur. Það voru ekki gerðar tilraunir til að ná af mér tali! Ég hef alltaf borið virðingu bæði fyrir Stundinni og Nútímanum því umfjöllun þeirra um hin ýmsu málefni hefur að mínu mati verið nákvæm og málefnaleg fram til þessa. Því hefði ég með glöðu geði útskýrt mína hlið máls hefði verið haft samband við mig. Nú eru fréttirnar víða um netið og lítið við því að gera en mér þykir með eindæmum að nokkrir blaðamenn geti lagt með þessum hætti til atlögu við mig án þess að þurfa að svara fyrir skrif sín. Án þess að standa fyrir máli sínu. Allir geta ótrauðir staðhæft hitt og þetta við birtuna frá tölvuskjánum heima hjá sér, niðurlægt ókunnugt fólk og haldið fram nánast hverju sem er um það sem ekki snertir þá sjálfa. Það er öllu verra þegar ritstjórar vefmiðla sjá sig ekki knúna til að biðjast afsökunar á háttalagi og framgöngu eigin starfsmanna. Rétt eins og þeir væru einstaklingar sem koma með athugasemdir á veraldarvefnum í skjóli nafnleysis. Það þykir mér miður. Í allri þessari umfjöllun hefur Vísir.is verið sá fjölmiðill sem tekið hefur málefnalega á umræðunni um listamannalaunin og hefur ekki fallið í þá gildru að persónugera umræðuna. Það eina sem ég vildi koma á framfæri með skrifum mínum um listamannalaunin er að mér fyndist óeðlilegt að 11 nefndarmenn úthluti hverjir öðrum 450 milljónir króna á síðustu 10 árum. Það eru margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri því þessir nefndarmenn deila styrkjunumm sín á milli ár eftir ár. Eflaust er hvergi í heiminum auðveldara að lifa á listinni en á Íslandi. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa lifað á list sinni í fleiri áratugi án þess að vera áskrifendur að háum peningafjárhæðum. Þetta eru rithöfundar sem eiga að baki langan feril og hefðu vel getað klárað verk sín án 450 milljóna króna greiðslu frá okkur. Heilbrigðiskerfið okkar er algjörlega hrunið og það er mjög stutt í að síðasta greinin brotni með þeim afleiðingum að kerfið hrynji endanlega. Það væri hægt að bjarga mörgum mannslífum og sjá til þess að íslenskar fjölskyldur kæmust í þær aðgerðir sem þær þurfa fyrir þessar 450 milljónir. Loks, þegar heilbrigðiskerfið hrynur endanlega og allt of fáir læknar og hjúkrunarfræðingar starfandi til að unnt sé að veita þessa grunnþjónustu sem nauðsynleg er, er lausnin þá að rétta hinum þurfandi skáldsögur og ljóðabækur? Ég elska Ísland meira en allt. Hjarta mitt mun alltaf slá með íslensku þjóðinni en stundum þykir mér erfitt að vera íslenskur þegar komið er svona fram við mann. Það er eitt sem ég hef lært og ætla mér aldrei að gleyma: Það sem við gerum fyrir okkur sjálf deyr með manni sjálfum en það sem við gerum fyrir aðra lifir að eilífu. Hér er myndband þar sem ég hjálpaði ungum strák að bjarga lífi systur sinnar því ríkið vildi ekki aðstoða hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Það verður að segjast eins og er að ég varð orðlaus þegar ég kom heim í gær og fór yfir fréttir dagsins. Þrír íslenskir vefmiðlar höfðu birt fréttir sem samanstóðu af fullyrðingum um mig sem ekki er fótur fyrir. Fjallað var um markaðsrannsóknarstyrk sem ég sótti um fyrir fyrirtækið mitt en nýtti aldrei. Styrkurinn, sem var eingreiðsla upp á 550.000 krónur, var með öðrum orðum aldrei greiddur út. Þar fyrir utan hafði styrkurinn ekkert með töfrasýningar mínar hér á landi að gera. Ekki neitt. Auk þess sem markaðsrannsóknarstyrkur ætlaður fyrirtækjum á fátt ef nokkuð skylt við listmannalaun sem var upphaf þessarar umræðu. Í þeirri frétt sem birtist í Nútímanum sem unnin er út frá pistli bloggara á Stundinni segir að ekki hafi náðst í „Einar Mikael við vinnslu fréttarinnar.“ DV birti frétt af sama toga þar sem hamrað var á því að ég hefði þegið umræddan styrk. Það er athyglisvert að hvorki Stundin, Nútíminn né DV reyndu að hafa samband við mig til að fá á hreint hvernig í málunum lægi. Það var ekkert „missed call“ á símanum mínum né heldur skilaboð frá hlutaðeigandi á Facebook eða tölvupóstur. Það voru ekki gerðar tilraunir til að ná af mér tali! Ég hef alltaf borið virðingu bæði fyrir Stundinni og Nútímanum því umfjöllun þeirra um hin ýmsu málefni hefur að mínu mati verið nákvæm og málefnaleg fram til þessa. Því hefði ég með glöðu geði útskýrt mína hlið máls hefði verið haft samband við mig. Nú eru fréttirnar víða um netið og lítið við því að gera en mér þykir með eindæmum að nokkrir blaðamenn geti lagt með þessum hætti til atlögu við mig án þess að þurfa að svara fyrir skrif sín. Án þess að standa fyrir máli sínu. Allir geta ótrauðir staðhæft hitt og þetta við birtuna frá tölvuskjánum heima hjá sér, niðurlægt ókunnugt fólk og haldið fram nánast hverju sem er um það sem ekki snertir þá sjálfa. Það er öllu verra þegar ritstjórar vefmiðla sjá sig ekki knúna til að biðjast afsökunar á háttalagi og framgöngu eigin starfsmanna. Rétt eins og þeir væru einstaklingar sem koma með athugasemdir á veraldarvefnum í skjóli nafnleysis. Það þykir mér miður. Í allri þessari umfjöllun hefur Vísir.is verið sá fjölmiðill sem tekið hefur málefnalega á umræðunni um listamannalaunin og hefur ekki fallið í þá gildru að persónugera umræðuna. Það eina sem ég vildi koma á framfæri með skrifum mínum um listamannalaunin er að mér fyndist óeðlilegt að 11 nefndarmenn úthluti hverjir öðrum 450 milljónir króna á síðustu 10 árum. Það eru margir ungir listamenn sem hafa aldrei fengið tækifæri því þessir nefndarmenn deila styrkjunumm sín á milli ár eftir ár. Eflaust er hvergi í heiminum auðveldara að lifa á listinni en á Íslandi. Fjölmargir íslenskir listamenn hafa lifað á list sinni í fleiri áratugi án þess að vera áskrifendur að háum peningafjárhæðum. Þetta eru rithöfundar sem eiga að baki langan feril og hefðu vel getað klárað verk sín án 450 milljóna króna greiðslu frá okkur. Heilbrigðiskerfið okkar er algjörlega hrunið og það er mjög stutt í að síðasta greinin brotni með þeim afleiðingum að kerfið hrynji endanlega. Það væri hægt að bjarga mörgum mannslífum og sjá til þess að íslenskar fjölskyldur kæmust í þær aðgerðir sem þær þurfa fyrir þessar 450 milljónir. Loks, þegar heilbrigðiskerfið hrynur endanlega og allt of fáir læknar og hjúkrunarfræðingar starfandi til að unnt sé að veita þessa grunnþjónustu sem nauðsynleg er, er lausnin þá að rétta hinum þurfandi skáldsögur og ljóðabækur? Ég elska Ísland meira en allt. Hjarta mitt mun alltaf slá með íslensku þjóðinni en stundum þykir mér erfitt að vera íslenskur þegar komið er svona fram við mann. Það er eitt sem ég hef lært og ætla mér aldrei að gleyma: Það sem við gerum fyrir okkur sjálf deyr með manni sjálfum en það sem við gerum fyrir aðra lifir að eilífu. Hér er myndband þar sem ég hjálpaði ungum strák að bjarga lífi systur sinnar því ríkið vildi ekki aðstoða hana.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar