
Bjarni tók undir með Brynhildi og svaraði skýrt.„Hér er náttúrulega tekið upp stórmál,“ sagði hann og uppskar hlátur. „Og enn eitt kannski dæmið um það hve langt við höfum viljað ganga langt á tíðum við að handstýra þjóðfélaginu. Það skal ekki seldur páskabjór nema það séu páskar og það skal ekki drukkið jólabjór nema það séu jól fram undan og ekki of lengi eftir að jólahátíðinni líkur.“
„Að sjálfsögðu eru þetta reglur sem taka ætti til endurskoðunar, sem og þær um hvar megi selja bjórinn,“ sagði hann og tók sérstaklega undir með Brynhildi að það væri mikil sóun að hella niður vöru sem í góðu lagi væri með út af því að merkingarnar stangast á við dagatalið. „Þetta er auðvitað sóun, það er alveg hárrétt.“