Lítill munur á því þegar Ísland var manni færri eða manni fleiri á EM í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 13:45 Ólafur Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Valli Íslenska handboltalandsliðið spilaði aðeins þrjá leiki á Evrópumótinu í Póllandi og er á heimaleið eftir riðlakeppnina. Það er athyglisvert að skoða hvernig íslenska liðinu gekk í yfirtölu og undirtölu á Evrópumótinu. Íslenska liðið gerði vissulega vel þegar liðið var manni færri eftir að hafa misst leikmann útaf í tvær mínútur. Liðið nýtti 11 af 20 sóknum sínum manni færri eða 55 prósent sóknanna. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel að nýta það þegar mótherjar liðsins misstu mann af velli. Íslenska liðið var manni fleiri í 28 sóknir og nýttu 16 þeirra sem gerir 57 prósent sóknarnýtingu. Það munar því aðeins tveimur prósentustigum á sóknarnýtingu íslenska liðsins hvort liðið sé manni fleiri eða manni færri. Allt eru þetta tölur frá mótshöldurum. Það er þó aðallega sóknarnýting mótherja íslenska liðsins manni færri sem stingur í augun. Mótherjar Íslands í B-riðlinum, Noregur, Hvíta Rússland og Króatía, spiluðu 23 sóknir manni færri á móti Íslandi og 17 þeirra enduðu með marki. Það þýðir að andstæðingar Íslands í riðlinum voru með 74 sóknarnýtingu manni færri. Það er mun betri nýting en þegar sömu lið voru manni fleiri á móti Íslandi en liðin þrjú nýttu þá 62 prósent sókna sinna eða 16 af 26. Króatar voru með langbestu sóknarnýtinguna manni færri eða 68 prósent (13 mörk í 19 sóknum) en Ísland er þar í þriðja sæti á eftir Króötum og Rússum sem nýttu 62 prósent sókna sinna manni færri. Það gekk sem dæmi miklu betur í undirtölunni hjá íslensku strákunum heldur en hjá bæði Dönum (25 prósent, 2 af 8) og Svíum (21 prósent, 3 af 14). Danir og Svíar reka einmitt lestina á þessum lista. Ísland er aftur á móti í fimmta neðsta sæti yfir bestu sóknarnýtinguna manni fleiri en þar eru aðeins Hvíta Rússland, Svartfjallaland, Pólland og Serbía fyrir neðan íslenska liðið.Sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á EM 2016: Á móti Noregi: 55 prósent (11/6) Á móti Hvíta Rússlandi: 64 prósent (11/7) Á móti Króatíu: 50 prósent (16/3) Samanlagt: 57 prósent (28/16)Sóknarnýting íslenska liðsins manni færri á EM 2016: Á móti Noregi: 50 prósent (6/3) Á móti Hvíta Rússlandi: 57 prósent (7/4) Á móti Króatíu: 57 prósent (7/4) Samanlagt: 55 prósent (20/11) EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15 Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00 Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið spilaði aðeins þrjá leiki á Evrópumótinu í Póllandi og er á heimaleið eftir riðlakeppnina. Það er athyglisvert að skoða hvernig íslenska liðinu gekk í yfirtölu og undirtölu á Evrópumótinu. Íslenska liðið gerði vissulega vel þegar liðið var manni færri eftir að hafa misst leikmann útaf í tvær mínútur. Liðið nýtti 11 af 20 sóknum sínum manni færri eða 55 prósent sóknanna. Það gekk hinsvegar ekki nógu vel að nýta það þegar mótherjar liðsins misstu mann af velli. Íslenska liðið var manni fleiri í 28 sóknir og nýttu 16 þeirra sem gerir 57 prósent sóknarnýtingu. Það munar því aðeins tveimur prósentustigum á sóknarnýtingu íslenska liðsins hvort liðið sé manni fleiri eða manni færri. Allt eru þetta tölur frá mótshöldurum. Það er þó aðallega sóknarnýting mótherja íslenska liðsins manni færri sem stingur í augun. Mótherjar Íslands í B-riðlinum, Noregur, Hvíta Rússland og Króatía, spiluðu 23 sóknir manni færri á móti Íslandi og 17 þeirra enduðu með marki. Það þýðir að andstæðingar Íslands í riðlinum voru með 74 sóknarnýtingu manni færri. Það er mun betri nýting en þegar sömu lið voru manni fleiri á móti Íslandi en liðin þrjú nýttu þá 62 prósent sókna sinna eða 16 af 26. Króatar voru með langbestu sóknarnýtinguna manni færri eða 68 prósent (13 mörk í 19 sóknum) en Ísland er þar í þriðja sæti á eftir Króötum og Rússum sem nýttu 62 prósent sókna sinna manni færri. Það gekk sem dæmi miklu betur í undirtölunni hjá íslensku strákunum heldur en hjá bæði Dönum (25 prósent, 2 af 8) og Svíum (21 prósent, 3 af 14). Danir og Svíar reka einmitt lestina á þessum lista. Ísland er aftur á móti í fimmta neðsta sæti yfir bestu sóknarnýtinguna manni fleiri en þar eru aðeins Hvíta Rússland, Svartfjallaland, Pólland og Serbía fyrir neðan íslenska liðið.Sóknarnýting íslenska liðsins manni fleiri á EM 2016: Á móti Noregi: 55 prósent (11/6) Á móti Hvíta Rússlandi: 64 prósent (11/7) Á móti Króatíu: 50 prósent (16/3) Samanlagt: 57 prósent (28/16)Sóknarnýting íslenska liðsins manni færri á EM 2016: Á móti Noregi: 50 prósent (6/3) Á móti Hvíta Rússlandi: 57 prósent (7/4) Á móti Króatíu: 57 prósent (7/4) Samanlagt: 55 prósent (20/11)
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15 Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00 Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30 Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Hörðum orðum farið um handboltaíþróttina og "fullkomna hnignun“ íslenska landsliðsins á Kjarnanum. 21. janúar 2016 10:15
Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00
Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi. 21. janúar 2016 11:00
Bara þrjár þjóðir voru með betri sóknarnýtingu en Ísland Íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðið var samt með fjórðu bestu sóknarnýtinguna í riðlakeppninni samkvæmt tölfræði mótshaldara. 21. janúar 2016 11:30
Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Dagur Sigurðsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs gegn Slóveníu. 20. janúar 2016 17:51
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00