Yfir hundrað flóttamenn urðu að láta fjármuni af hendi í Sviss Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. janúar 2016 07:00 Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi, samkvæmt nýjum reglum um landamæraeftirlit vegna vaxandi straums flóttamanna inn í landið. Fréttablaðið/EPA Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira