Tökur standa nú yfir á myndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks.
Sjálfur fer Baltasar með aðalhlutverk auk þeirra Heru Hilmarsdóttur og Gísla Arnar Garðarssonar. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins, leit við á tökustað og smellti af nokkrum myndum.
Baltasar framleiðir myndina ásamt Agnesi Johansen og RVK Studios.
Myndin fjallar um lækninn Finn sem lendir í vandræðum eftir að dóttir hans hefur samband með hættulegum glæpamanni.
