Bayern München er komið áfram í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Werder Bremen í undanúrslitunum í kvöld.
Aron Jóhannsson leikur með Werder Bremen en hefur verið lengi frá vegna meiðsla og lék því ekki með liðinu í kvöld.
Tomas Müller skoraði bæði mörk Bayern í kvöld, það síðara úr vítaspyrnu sem var afar umdeild. Það atvik átti sér stað í síðari hálfleik er Werder Bremen var nálægt því að jafna metin. Síðara mark Bayern gerði þó út um leikinn.
Bayern mætir annað hvort Herthu Berlín eða Dortmund í úrslitaleiknum en síðari undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld.
Bayern í bikarúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
