Leikarinn Willem Dafoe hefur verið ráðinn til að leika í tveimur kvikmyndum um Justice League. Vitað er að hann muni leika „góðan karl“ en ekki hvaða karakter. Hann lék Green Goblin, fjandmann Spiderman, árið 2002. Nú færir hann hins vegar yfir frá Marvel til DC Comics.
Justice League fjallar um að ofurhetjur eins og Batman, Superman, Flash, Aquaman, Wonder Woman og Cyborg taki höndum saman gegn illum öflum. Um er að ræða tvær myndir og er framleiðsla fyrri myndarinnar ný hafin. Áætlað er að frumsýna hana í nóvember á næsta ári.
Þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter þar sem segir að mikil leynd hvíli yfir því hvaða hlutverk Dafoe mun taka að sér.
Willem Dafoe ráðinn í Justice League
