Fylkir og Fram komust nokkuð auðveldlega í átta liða úrslit Coca Cola-bikars kvenna í handbolta eftir stórsigra í kvöld.
Fylkir vann fjórtán marka sigur á Fjölni á heimavelli sínum í Árbænum þar sem staðan var 19-15 í hálfleik.
Patricia Szölösi var markahæst Fylkis með þrettán mörk en Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk og Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir fjögur.
Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst gestanna úr Grafarvoginum með sjö mörk og Berglind Benediktsdóttir skoraði sex mörk.
Eins og við mátti búast vann svo firnasterkt lið Fram sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum og komst einnig í átta liða úrslitin.
Fram var sex mörkum yfir í hálfleik, 13-17, en jók forskotið jafnt og þétt í seinni hálfleik og vann á endanum fjórtán marka sigur, 29-15.
Hekla Ámundadóttir var markahæst Framara með fimm mörk en þær Marthe Sördal, Ragnheiður Júlíusdóttir og Hulda Dagsdóttir skoruðu allar fjögur mörk. Hjá Aftureldingu var Dagný Huld Birgisdóttir markahæst með fjögur mörk.
Selfoss komst einnig í átta liða úrslit bikarsins í kvöld með fjögurra marka sigri á FH í Kaplakrika, 28-24 eftir að staðan var 16-11 í hálfleik fyrir gestina.
Markadrottningin Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með átta örk en Carmen Palamariu skoraði sjö mörk.
Hjá FH var Elín Anna Baldursdóttir markahæst með níu mörk og Sigrún Jóhannsdóttir skoraði fimm mörk.
Fjórtán marka sigrar Fylkis og Fram í bikarnum

Tengdar fréttir

HK vann tíu marka sigur og komst í 8 liða úrslit
Þórhildur Braga Þórðardóttir fór á kostum fyrir HK gegn KA/Þór.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 23-28 | Sannfærandi hjá Haukum
Haukar báru sigurorð af Val, 23-28, í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 23-24 | Stjarnan henti toppliðinu úr bikarnum
Stjarnan er komin í átta liða úrslit Coca Cola-bikarsins eftir frækinn sigur í Vestmannaeyjum.