Bíó og sjónvarp

Einar Tönsberg tilnefndur til Annie Awards

Stefán Árni Pálsson skrifar
Annie Awards eru virtustu verðlaunin í alþjóðlega teiknimyndageiranum.
Annie Awards eru virtustu verðlaunin í alþjóðlega teiknimyndageiranum.
Einar Tönsberg (Eberg) er tilnefndur til Annie Awards fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Puffin Rock.

Annie Awards eru virtustu verðlaunin í alþjóðlega teiknimyndageiranum (Animation) og eru veitt af ASIFA-Hollywood samtökunum. Verðlaunaafhending verður haldin 6. febrúar í Hollywood.

Puffin Rock eru þættir fyrir ung börn og hófust sýningar á fyrstu seríunni á síðasta ári. Kvikmyndaleikarinn Chris O'Dowd er sögumaður þáttanna í upphaflegri enskri útgáfu þeirra. Þættirnir eru nú sýndir út um allan heim og meðal annars á RÚV þar sem þeir nefnast Lundaklettur. Framleiðsla á annarri seríu er á lokametrunum og hafa þá alls hafa verið framleiddir 78 þættir.

Puffin Rock fjallar um lundafjölskyldu og ýmsa félaga þeirra á samnefndri eyju. Framleiðendur eru Cartoon Saloon sem hafa fengið tvær Óskarstilnefningar, Dog Ear og Penquin Books.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.