Logi var þar mættur í hvítan stuttermabol og sást greinilega hversu stór og stæðilegur kallinn er, enda einkaþjálfari og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta. Rétt fyrir beina útsendingu reif Logi í lóðin og hitaði upp tvívöðvana, með frábærum árangri, eins og þjóðin sá síðan á sjónvarpsskjánum.
Á sunnudaginn vakti Logi mikla athygli fyrir sitt 2000 dollara bindi og skapaðist mikil umræða um það. Þóra Arnórsdóttir, umsjónamaður EM-stofunnar, birti í gærkvöldi myndband á Twitter þar sem sjá má okkar mann með lóðin.
Hér leggja menn sig fram í undirbúningi fyrir EM stofu. @logigeirsson #emruv pic.twitter.com/Ic6PDXsPT0
— Thora Arnorsdottir (@ThoraArnors) January 19, 2016