Menning

Franskt og létt

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Útsetningar eru eftir Sigurð Ingva sem hér er á milli Sigríðar og Önnu Guðnýjar.
Útsetningar eru eftir Sigurð Ingva sem hér er á milli Sigríðar og Önnu Guðnýjar.
Franskir tónar og íslenskir hljóma í Salnum í Kópavogi í hádeginu í dag. Sigríður Thorlacius ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigurði Ingva Snorrasyni flytja þar létta franska tónlist, meðal annars La vie en rose eftir Louis Guglielmi sem flestir þekkja í flutningi Edith Piaf.

Að auki flytja þau íslensku lögin Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal og Atlantshafið eftir Jóhann G. Jóhannsson, bæði við ljóð Halldórs Laxness.

Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og eru hálftíma langir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×