Tónlist

David Bowie skammaði MTV árið 1983 fyrir að spila ekki tónlist svartra listamanna

Birgir Olgeirsson skrifar
David Bowie í viðtali við MTV árið 1983.
David Bowie í viðtali við MTV árið 1983. Vísir/YouTube
David Bowie var ekki aðeins brautryðjandi í tónlist heldur einnig í mannréttindabaráttu. Árið 1983 mætti hann í viðtal hjá tónlistarsjónvarpsstöðinni MTV þar sem hann ætlaði að ræða nýjustu plötuna sína Let´s Dance.

Áður en spyrillinn Mark Goodman náði að bera fram spurningu þá reið Bowie á vaðið og spurði hvers vegna MTV spilaði á þeim tíma svo fá myndbönd með svörtum tónlistarmönnum. 

Bowie hafði á þessum tíma unnið með fjölda þeldökkra tónlistarmanna sem voru á meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Þar á meðal sálargoðsögnina Luther Vandross, bassaleikaranum Willie Weeks, söngkonunni Ava Cherry og trommaranum Tony Thompson. Þá var gítarleikarinn Nile Rodgers framleiðandi plötunnar Let´s Dance en það var einmitt hann sem vakti athygli Bowie á sniðgöngu MTV á þeldökkum tónlistarmönnum.

Goodman reyndi að útskýra fyrir Bowie að stöðin væri að reyna að halda fáum listamönnum í spilun hjá sér. „Það er augljóst,“ svaraði Bowie og benti á að í þau fáu skipti sem hann sæi myndbönd með þeldökkum tónlistarmönnum á MTV væri um miðja nótt. 


Tengdar fréttir

Rothögg að spyrja bana Bowies

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður er vart mönnum sinnandi í dag – en hann er einn helsti Bowie-aðdáandi sem fyrir finnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.