Hrossasala til útlanda hefur ekki verið meiri í fimm ár Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Landsmót á Hólum 2016 kemur til með að draga að sér fjölda útlendinga. Unnendur íslenska hestsins eru búsettir um allan heim. Hér að ofan má sjá stemninguna á Gaddstaðaflötum árið 2014. vísir/bjarni þór sigurðsson Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira