Innlent

Óheimilt að hafa fleiri kýr en bása í fjósi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í lausagöngufjósum þar sem eru mjólkurkýr eiga þær allar að geta legið samtímis á legubásum eða á til þess gerðu legusvæði.
Í lausagöngufjósum þar sem eru mjólkurkýr eiga þær allar að geta legið samtímis á legubásum eða á til þess gerðu legusvæði. vísir/stefán
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti staðfesti nýlega synjun Matvælastofnunar á beiðni bónda á Norðurlandi eystra sem hafði um nokkurra ára skeið haldið yfir 100 kýr í fjósi sem var hannað fyrir 92 kýr með 92 legubásum. Gerðar voru ítrekaðar athugasemdir við fjölda kúa án þess að bóndinn sinnti því í nokkru.

Bóndinn hafði óskað eftir leyfi til að hafa tíu prósentum fleiri kýr en bása í fjósi í 16 til 20 mánuði til viðbótar við þriggja mánaða lokafrest til úrbóta sem veittur var í mars 2015. Taldi bóndinn nýjar reglur íþyngjandi og fór fram á að viðurkenndur yrði réttur hans til bóta vegna tekjutaps sem væri afleiðing af niðurskurði á bústofni. Þeirri beiðni synjaði Matvælastofnun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×