Mistök við sölu Ásmundarsalar algjört einsdæmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 19:15 Hús listasafns ASÍ, Ásmundarsalur, var selt á lægra verði en hægt hefði verið að fá fyrir það en hærra tilboð barst aldrei til seljanda hússins vegna mistaka fasteignasala. Formaður Félags Fasteignasala segir málið mjög óvenjulegt og veit ekki til þess að slík mistök hafi áður orðið. Viku eftir að tilkynnt var um sölu hússins var það selt fyrir 168 milljónir króna. Morgunblaðið greindi svo frá því í dag hærra tilboð hafi borist en að vegna mistaka fasteignasölunnar Valhallar, sem sá um söluna, hafi tilboðið ekki borist seljandanum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist líta málið alvarlegum augum og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að láta fasteignasöluna greiða mismuninn. Framkvæmdastjóri Valhallar sagðist í samtali við fréttastofu í dag harma þá stöðu sem upp er komin og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir að fasteignasalar séu yfirleitt með skýrt verklag þegar verið sé að að ganga frá kaupum og sölu eigna. „Það er auðvitað hlutverk fasteignasala að gæta réttar kaupanda og seljanda. Það er okkar lögbundna hlutverk. Það er mjög mikilvægt hjá öllum fasteignasölum að vera með skýrar verklagsreglur og gæðahandbók varðandi það hvernig tekið er á svona hlutum. Þegar mörg tilboð koma í eignir og hvernig unnið er með það til að tryggja að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Kjartan man ekki eftir að samskonar mál hafi komið upp. „Ég þekki bara ekki til í seinni tíð að svona mál hafi komið upp, þó að ég kannski þekki ekki til allra mála. Þetta er einstakt mál myndi ég halda og mjög óvenjulegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28 Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Hús listasafns ASÍ, Ásmundarsalur, var selt á lægra verði en hægt hefði verið að fá fyrir það en hærra tilboð barst aldrei til seljanda hússins vegna mistaka fasteignasala. Formaður Félags Fasteignasala segir málið mjög óvenjulegt og veit ekki til þess að slík mistök hafi áður orðið. Viku eftir að tilkynnt var um sölu hússins var það selt fyrir 168 milljónir króna. Morgunblaðið greindi svo frá því í dag hærra tilboð hafi borist en að vegna mistaka fasteignasölunnar Valhallar, sem sá um söluna, hafi tilboðið ekki borist seljandanum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist líta málið alvarlegum augum og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að láta fasteignasöluna greiða mismuninn. Framkvæmdastjóri Valhallar sagðist í samtali við fréttastofu í dag harma þá stöðu sem upp er komin og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir að fasteignasalar séu yfirleitt með skýrt verklag þegar verið sé að að ganga frá kaupum og sölu eigna. „Það er auðvitað hlutverk fasteignasala að gæta réttar kaupanda og seljanda. Það er okkar lögbundna hlutverk. Það er mjög mikilvægt hjá öllum fasteignasölum að vera með skýrar verklagsreglur og gæðahandbók varðandi það hvernig tekið er á svona hlutum. Þegar mörg tilboð koma í eignir og hvernig unnið er með það til að tryggja að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Kjartan man ekki eftir að samskonar mál hafi komið upp. „Ég þekki bara ekki til í seinni tíð að svona mál hafi komið upp, þó að ég kannski þekki ekki til allra mála. Þetta er einstakt mál myndi ég halda og mjög óvenjulegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28 Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55
Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00
Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45
Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28
Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18