Grásprengivaldið Bjarni Karlsson skrifar 18. maí 2016 07:00 Í daglegum störfum er ég iðulega að hitta fólk sem langar að bæta samskipti sín. Fólk sem nennir ekki lengur að vera alltaf að skammast sín eða skamma aðra, hafa samviskubit, bíta á móti og líða eins og drasli. Vanvirk samskipti eru ekkert grín, þau gera mann dapran, ræna orku, krumpa sjálfsmyndina og skemma fólk. Hið góða er að maður á val. Eymd er valkostur segja alkarnir og hafa rétt fyrir sér. Vanvirk samskipti þróast ekki bara í ástarsamböndum eða innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Ég held því fram að íslensk þjóð hafi um aldir lifað í vanvirkum og refsandi tengslum við valdhafa sína og geri það enn. Núna hins vegar þegar við erum hætt að flengja börn, sem var alsiða þegar ég var krakki, trúi ég að við séum á þeim stað að þurfa ekki lengur að líða eins og nýflengdum börnum þegar grásprengdur landsfaðir byrstir sig á skjánum. Tími hins flengjandi feðraveldis er liðinn og við látum ekki lengur lýsa okkur viljug til hernaðar, látum ekki gefa eigur okkar í hendur vildarmanna eða færa erlendum samsteypum náttúru landsins, horfum ekki vanmáttug á nokkra einstaklinga tortólísera auðlindir okkar og efnahag o.s.frv., o.s.frv. heldur erum við í þann mund að verða myndug þjóð með raunhæfa sjálfsmynd. Forsetakosningar vorsins eru ekki síst um þetta. Íslenska þjóðin er með nokkru hiki og undrun í þann mund að kveðja grásprengivaldið en taka hraustlega í höndina á almannavaldinu og bjóða það velkomið til leiks. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í daglegum störfum er ég iðulega að hitta fólk sem langar að bæta samskipti sín. Fólk sem nennir ekki lengur að vera alltaf að skammast sín eða skamma aðra, hafa samviskubit, bíta á móti og líða eins og drasli. Vanvirk samskipti eru ekkert grín, þau gera mann dapran, ræna orku, krumpa sjálfsmyndina og skemma fólk. Hið góða er að maður á val. Eymd er valkostur segja alkarnir og hafa rétt fyrir sér. Vanvirk samskipti þróast ekki bara í ástarsamböndum eða innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Ég held því fram að íslensk þjóð hafi um aldir lifað í vanvirkum og refsandi tengslum við valdhafa sína og geri það enn. Núna hins vegar þegar við erum hætt að flengja börn, sem var alsiða þegar ég var krakki, trúi ég að við séum á þeim stað að þurfa ekki lengur að líða eins og nýflengdum börnum þegar grásprengdur landsfaðir byrstir sig á skjánum. Tími hins flengjandi feðraveldis er liðinn og við látum ekki lengur lýsa okkur viljug til hernaðar, látum ekki gefa eigur okkar í hendur vildarmanna eða færa erlendum samsteypum náttúru landsins, horfum ekki vanmáttug á nokkra einstaklinga tortólísera auðlindir okkar og efnahag o.s.frv., o.s.frv. heldur erum við í þann mund að verða myndug þjóð með raunhæfa sjálfsmynd. Forsetakosningar vorsins eru ekki síst um þetta. Íslenska þjóðin er með nokkru hiki og undrun í þann mund að kveðja grásprengivaldið en taka hraustlega í höndina á almannavaldinu og bjóða það velkomið til leiks. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun