Fótbolti

Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegt atvik.
Rosalegt atvik.
Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka.

Í kvöld fór fram sérstök heiðursverðlaunahátíð í Englandi á vegum BBC en þá er íþróttamaður ársins valinn. Eins og svo margir muna sló íslenska landsliðið í knattspyrnu Englendinga úr keppni í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi eftir frækinn 2-1 sigur í Nice.

Meðlimir Tólfunnar voru mættir á hátíðina og tóku fræga klappið með mörg hundruð Bretum og helstu stjörnum íþróttaheimsins. Umræðan á Twitter er ekki að fara vel ofan í Bretann en hann er vægast sagt pirraður á uppátækinu.

Að neðan má sjá augnablikið sem vakið hefur misjöfn viðbrögð og þar að neðan umræðuna á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×