Innlent

Brottflutningur almennra borgara frá Aleppo hafinn á ný

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Brottflutningi almennra borgara var frestað eftir að uppreisnarmenn kveiktu í rútum sem áttu að flytja fólk í skjól.
Brottflutningi almennra borgara var frestað eftir að uppreisnarmenn kveiktu í rútum sem áttu að flytja fólk í skjól. Vísir/Getty
Brottflutningur almennra borgara frá Aleppo er hafinn á ný og er nú unnið að því að koma fólki úr borginni með rútum og sjúkrabílum. BBC greinir frá.

Brottflutningi almennra borgara var frestað eftir að uppreisnarmenn kveiktu í rútum sem áttu að flytja fólk í skjól.

Sýrlensk mannréttindasamtök töldu að ráðist hefði verið á sex rútur og eldur lagður að þeim með þeim afleiðingum að þær brunnu.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag málamiðlun um eftirlit með brottflutningi frá borginni, en þúsundir almennra borgara bíða þess að komast úr borginni og í öruggt skjól.


Tengdar fréttir

Brottflutningur frá Aleppo stöðvaður

Rauði krossinn segir engan vita hve margir séu enn eftir í Aleppo. Þar eru þó enn að minnsta kosti 50 þúsund manns, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna.

Nýtt samkomulag í Aleppo

Tugir þúsunda íbúa bíða brottflutnings frá umsátrinu við hræðilegar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×