Lífið

Frændur okkar í Færeyjum fögnuðu vel og innilega sigri Íslendinga á Englendingum

Birgir Olgeirsson skrifar
Einlæg gleði.
Einlæg gleði.
Er til eitthvað fallegra en Færeyingar að samgleðjast með okkur Íslendingum? Varla. Þessi frændþjóð okkar hefur reynst okkur vel á ögurstundu í gegnum tíðina. Eftir snjóflóðið á Flateyri árið 1995 gáfu Færeyingar þorpinu leikskóla og hafa einnig verið fyrstir þjóða boðið fram aðstoð sína þegar eitthvað bjátar á svo, og má þar nefna gosið í Vestmannaeyjum og einnig snjóflóðið í Súðavík. Þá buðu þeir Íslendingum lán vegna bankahrunsins árið 2008.

Margir Íslendingar hugsa því hlýtt Færeyinga og þessi samhugur er enn mikill eins og sést hefur í kringum Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi. Færeyingar hafa komið saman á torgi í Þórshöfn í Færeyjum til að fylgjast saman með leiknum hafa fagnað vel og innilega með sigrum Íslendinga og gærkvöldið var engin undantekning líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.