Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Svavar Hávarðsson skrifar 28. júní 2016 00:01 Á meðal verkefna er uppbygging við Gunnuhver á Reykjanesi. Fréttablaðið/GVA Bláa lónið, HS Orka og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa gert með sér samkomulag vegna uppbyggingar ferðamannastaða á Reykjanesi. Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. Reykjanes UNESCO Global Geopark mun nýta fjármagnið til framkvæmda við veg og bílastæði við Gunnuhver, bílastæði við Reykjanesvita og byggingu nýs áningarstaðar við Brimketil. Verkefnin hafa auk þess fengið stuðning úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fyrirtækin eru stofnaðilar að Reykjanes UNESCO Global Geopark og taka sem slík þátt í rekstri og uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi. Fyrirtækin vilja auka stuðning sinn við uppbyggingu ferðamannastaða á næstu þremur árum, enda segir í tilkynningu að það sé sameiginlegur hagur allra sem að verkefninu koma að stuðla að aukinni þekkingu á Reykjanesi og vekja áhuga á jarðfræðilegri sérstöðu þess í alþjóðlegu samhengi. HS Orka mun einnig bæta aðgengi að og veita upplýsingar um gönguleiðir í Eldvörpum, samhliða framkvæmdum á því svæði. Róbert Ragnarsson, formaður stjórnar Reykjanes UNESCO Global Geopark og bæjarstjóri í Grindavík, segir það vera einstakt að fyrirtæki komi með svo öflugum hætti að uppbyggingu innviða. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækin starfi saman að umhverfisverkefnum, en Bláa lónið og HS Orka ásamt Grindavíkurbæ kostuðu einnig gerð göngustígs sem liggur frá Grindavík. Þá lagði Bláa lónið 40 milljónir króna til uppbyggingar golfvallarins í Grindavík á móti 10 milljóna króna framlagi Grindavíkurbæjar. Reykjanes UNESCO Global Geopark vinnur hönnun og útfærslu verkefnanna og framkvæmd og verkefnastjórn í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Bláa lónið, HS Orka og Reykjanes UNESCO Global Geopark hafa gert með sér samkomulag vegna uppbyggingar ferðamannastaða á Reykjanesi. Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. Reykjanes UNESCO Global Geopark mun nýta fjármagnið til framkvæmda við veg og bílastæði við Gunnuhver, bílastæði við Reykjanesvita og byggingu nýs áningarstaðar við Brimketil. Verkefnin hafa auk þess fengið stuðning úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Fyrirtækin eru stofnaðilar að Reykjanes UNESCO Global Geopark og taka sem slík þátt í rekstri og uppbyggingu ferðamannastaða á Reykjanesi. Fyrirtækin vilja auka stuðning sinn við uppbyggingu ferðamannastaða á næstu þremur árum, enda segir í tilkynningu að það sé sameiginlegur hagur allra sem að verkefninu koma að stuðla að aukinni þekkingu á Reykjanesi og vekja áhuga á jarðfræðilegri sérstöðu þess í alþjóðlegu samhengi. HS Orka mun einnig bæta aðgengi að og veita upplýsingar um gönguleiðir í Eldvörpum, samhliða framkvæmdum á því svæði. Róbert Ragnarsson, formaður stjórnar Reykjanes UNESCO Global Geopark og bæjarstjóri í Grindavík, segir það vera einstakt að fyrirtæki komi með svo öflugum hætti að uppbyggingu innviða. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækin starfi saman að umhverfisverkefnum, en Bláa lónið og HS Orka ásamt Grindavíkurbæ kostuðu einnig gerð göngustígs sem liggur frá Grindavík. Þá lagði Bláa lónið 40 milljónir króna til uppbyggingar golfvallarins í Grindavík á móti 10 milljóna króna framlagi Grindavíkurbæjar. Reykjanes UNESCO Global Geopark vinnur hönnun og útfærslu verkefnanna og framkvæmd og verkefnastjórn í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira