Tekst Johnson að ná 15. rothögginu á ferlinum í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Vísir/Getty Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena MMA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira
Rotarinn Anthony Johnson mætir Ryan Bader í hörku bardaga á UFC bardagakvöldinu í kvöld. Sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga í léttþungavigtinni. Anthony Johnson var aðhlátursefni í MMA heiminum fyrir nokkrum árum. Honum mistókst ítrekað að ná tilsettri þyngd fyrir bardaga sína í UFC og var rekinn með skömm úr bardagasamtökunum. Johnson barðist nefnilega fyrst í veltivigt (77 kg) sem er lygilegt fyrir þennan 188 cm háa mann. Að hans sögn var það barnalegt af honum að vera í veltivigtinni enda var hann oft nær dauða en lífi síðustu klukkustundirnar í niðurskurðinum. Í dag berst hann hins vegar í léttþungavigt (93 kg) þar sem hann á heima. Johnson hefur að eigin sögn þroskast mikið á undanförnum árum og er í dag einn af þeim bestu í léttþungavigtinni. Þegar Johnson var rekinn úr UFC bjuggust fáir við að hann myndi koma til baka með jafn miklum hvelli eins og hann hefur gert. Johnson kom aftur í UFC árið 2014 og sigraði þrjá bardaga í röð í nýjum þyngdarflokki og tryggði sér titilbardaga í fyrra. Þar tapaði hann fyrir Daniel Cormier en getur mögulega komið sér aftur í titilbardaga með sigri á Ryan Bader í kvöld. Johnson er mikill rotari og hefur sigrað 14 bardaga með rothöggi á ferlinum. Ryan Bader hefur sigrað fimm bardaga í röð en gæti átt erfitt kvöld fyrir vændum ef Johnson verður í stuði. Fjórir bardagar verða á dagskrá í kvöld og mun ungstirnið Sage Northcutt berjast sinn þriðja bardaga í UFC á aðeins fjórum mánuðum. Þá munu þungavigtarmennirnir Josh Barnett og Ben Rothwell eigast við en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl 1.Léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Ryan Bader Þungavigt: Josh Barnett gegn Ben Rothwell Bantamvigt: Iuri Alcantara gegn Jimmie Rivera Veltivigt: Sage Northcutt gegn Bryan Barbarena
MMA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Sjá meira