Ragnheiður skaut Selfoss í kaf | Sigrar hjá Haukum og ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2016 17:59 Ragnheiður skoraði níu mörk á Selfossi. vísir/vilhelm Fram gerði góða ferð á Selfoss og vann fimm marka sigur, 25-30, á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í liði Fram og skoraði níu mörk. Steinunn Björnsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir komu næstar með sex mörk hvor en þessar þrjár gerðu 21 af 30 mörkum Fram í leiknum. Selfoss leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en í þeim seinni hertu gestirnir vörnina og sigldu fram úr. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var eins og svo oft áður markahæst í liði Selfoss með átta mörk.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Steinunn Hansdóttir 5, Adina Ghidoarca 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Marthe Sördal 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Ramune skoraði níu mörk gegn ÍR.vísir/stefánHaukar endurheimtu 2. sæti deildarinnar með sjö marka sigri, 35-28, á ÍR í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Vörn Breiðhyltinga réði ekkert við útilínu Hauka en þær Maria Ines Da Silve Pereira, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttir skoruðu samtals 26 mörk í leiknum. ÍR var reyndar bara einu marki undir í hálfleik, 16-15, en í seinni hálfleikinn dró í sundur með liðunum. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍR sem er í 13. og næstneðsta sæti deildarinnar.Mörk Hauka: Maria Ines Da Silve Pereira 10, Ramune Pekarskyte 9, Karen Helga Díönudóttir 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigríður Jónsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.Mörk ÍR: Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Karen Tinna Demian 4, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 4, Petra Waage 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.Greta Kavaliuskaite fór mikinn gegn FH.vísir/ernirÞá komst ÍBV aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af FH, 27-21, í Eyjum. Með sigrinum komst ÍBV aftur upp í 3. sæti deildarinnar en Eyjakonur hafa unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. Greta Kavaliuskaite skoraði 11 mörk fyrir ÍBV en hún hefur því gert 19 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Elín Anna Baldursdóttir var markahæst í liði FH en hún skoraði sjö mörk gegn sínum gömlu félögum. FH er í 12. sæti deildarinnar með sjö stig.Mörk ÍBV: Greta Kavaliuskaite 11, Telma Amado 6, Ester Óskarsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Vera Lopes 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1.Mörk FH: Elín Anna Baldursdóttir 7, Rakel Sigurðardóttir 4, Jóhanna Helga Jensdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stórsigrar hjá Stjörnunni og Val Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. 6. febrúar 2016 15:47 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Fram gerði góða ferð á Selfoss og vann fimm marka sigur, 25-30, á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í liði Fram og skoraði níu mörk. Steinunn Björnsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir komu næstar með sex mörk hvor en þessar þrjár gerðu 21 af 30 mörkum Fram í leiknum. Selfoss leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en í þeim seinni hertu gestirnir vörnina og sigldu fram úr. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var eins og svo oft áður markahæst í liði Selfoss með átta mörk.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Steinunn Hansdóttir 5, Adina Ghidoarca 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Marthe Sördal 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Ramune skoraði níu mörk gegn ÍR.vísir/stefánHaukar endurheimtu 2. sæti deildarinnar með sjö marka sigri, 35-28, á ÍR í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Vörn Breiðhyltinga réði ekkert við útilínu Hauka en þær Maria Ines Da Silve Pereira, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttir skoruðu samtals 26 mörk í leiknum. ÍR var reyndar bara einu marki undir í hálfleik, 16-15, en í seinni hálfleikinn dró í sundur með liðunum. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍR sem er í 13. og næstneðsta sæti deildarinnar.Mörk Hauka: Maria Ines Da Silve Pereira 10, Ramune Pekarskyte 9, Karen Helga Díönudóttir 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigríður Jónsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.Mörk ÍR: Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Karen Tinna Demian 4, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 4, Petra Waage 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.Greta Kavaliuskaite fór mikinn gegn FH.vísir/ernirÞá komst ÍBV aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af FH, 27-21, í Eyjum. Með sigrinum komst ÍBV aftur upp í 3. sæti deildarinnar en Eyjakonur hafa unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. Greta Kavaliuskaite skoraði 11 mörk fyrir ÍBV en hún hefur því gert 19 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Elín Anna Baldursdóttir var markahæst í liði FH en hún skoraði sjö mörk gegn sínum gömlu félögum. FH er í 12. sæti deildarinnar með sjö stig.Mörk ÍBV: Greta Kavaliuskaite 11, Telma Amado 6, Ester Óskarsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Vera Lopes 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1.Mörk FH: Elín Anna Baldursdóttir 7, Rakel Sigurðardóttir 4, Jóhanna Helga Jensdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stórsigrar hjá Stjörnunni og Val Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. 6. febrúar 2016 15:47 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Stórsigrar hjá Stjörnunni og Val Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. 6. febrúar 2016 15:47