Lífið

Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bubbi og Þórunn Antonía á góðri stund.
Bubbi og Þórunn Antonía á góðri stund. vísir/andri
Bubbi Morthens telur sig ekki hafa notið sannmælis í þeirri umfjöllun sem farið hefur fram í dag um útistöður hans við fyrrum meðdómara sinn í Ísland got talent, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur.

Allt frá því að Þórunn steig fram í Fréttablaðinu í dag og greindi frá einelti sem hún varð fyrir af hendi ónafngreinds samstarfsmanns hafa netheimar logað og fólk velt vöngum yfir hver hafi þar verið að verki.

Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði

Bubbi tók af allan vafa í dag þegar hann gekkst við ásökunum Þórunnar um að hafa látið misgáfuleg ummæli falla – en ekki síst að hafa grýtt í hana súkkulaðimolum þegar þau voru í þann mund að gera sig reiðubúin að fara í beina útsendingu.

Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið:„Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið

Jón Jónsson á hlut í máli.vísir
Bubbi fer á Facebook-síðu sinni í dag í saumana á því hvað raunverulega átti sér stað þegar súkkulaðið flaug um Austurbæ. Þannig hafi verið í pottinn búið að hann og samstarfsmaður þeirra tveggja, tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sem einnig var dómari, hafi verið að kasta nammi í hvorn annan.

Einhvern veginn hafi það þróast yfir í það að Bubbi kastaði mola í Þórunni og hafi hann því ekki „setið um hana“ – eins og það kann að hafa hljómað í fyrstu. „Við vorum öll að asnast,“ eins og hann orðar það.

Sjá einnig: Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti

Bubbi undirstrikar að hann hafi ekki lagt Þórunni í einelti og segist miður sín að hún hafi upplifað það þannig.

Hann segist þó með skrifum sínum ekki vera að reyna að réttlæta neitt, einungis að benda á að um hafi verið að ræða „svona asnaskap hjá öllum eins oft er í sjónvarpi þegar verið er að taka upp seríur.“

Bubbi vonast til að Þórunn jafni sig á þessari hegðun sinni og að hún geti að lokum fyrirgefið honum þessa framkomu sem særði hana svona mikið. 


Tengdar fréttir

Mér fannst ég einskis virði

Þórunn Antonía Magnúsdóttir leggur sig fram við að fletta ofan af glansmyndunum, sem kaffæra samfélagið, á síðunni Góða systir. Henni finnst siðferðisleg skylda sín að tala um sligandi þunglyndið, óvæntan atvinnumissinn á meðgöng






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.