Á bjargbrúninni Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 10:00 Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í þröngri stöðu. Jafnaðarmannaflokkurinn sem stefndi að því að verða annar tveggja turna í íslenskri pólitík, er ekki svipur hjá sjón. Fylgið nær varla tíu prósentum í könnunum og fer minnkandi. Erfitt er að finna einfalda skýringu. Þátttaka í óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms ræður nokkru. Flokkurinn fékk einungis rétt þrettán prósent í kosningunum 2013, tæpum sautján prósentum minna en í kosningunum á undan. Síðan þá hefur hallað undan fæti. En fleira ræður ferð. Formaðurinn, Árni Páll Árnason, verður að axla ábyrgð á stöðunni. Hann hefur ekki náð að sýna sparihliðarnar. Hann hefur verið laskaður frá fyrstu dögum þegar hann lýsti yfir, í andstöðu við flesta þingmenn og stuðningsmenn, að stjórnarskrármálið yrði ekki klárað fyrir þinglok. Síðan hefur lítið heyrst eða spurst af því máli úr herbúðum Samfylkingarinnar. Fjallað er um málið í enn einni eilífðarnefndinni. Skipbrotið í stjórnarskrármálinu var raunar, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti á, einkennandi fyrir Jóhönnustjórnina. Stærstu málin strönduðu á skeri. Kannski líður formaðurinn og flokkurinn enn fyrir það. Þá hefur Árni þurft að þola illa ígrundaðar árásir samherja sinna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig fram gegn honum á síðasta landsfundi. Árni vann með minnsta mun og stóð illa særður eftir. Orðspor Sigríðar beið sömuleiðis hnekki vegna þess hvernig staðið var að framboði hennar. Sigríður, ásamt Helga Hjörvar þingflokksformanni, stóð svo að því að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar í þinginu. Tillagan var lögð fram í andstöðu við formanninn, og að sögn til að kalla fram afstöðu Framsóknarflokksins í málinu! Raunar var Árni Páll rökfastur í málinu og kom ágætlega út persónulega. Sama var ekki hægt að segja um frumvarpsflytjendur. Aftur svipaði þingliði Samfylkingarinnar til rökþrota liðsmanna ræðuliðs á framhaldsskólastigi, fremur en stjórnmálaflokks sem stefnir til áhrifa á landsvísu. Varla er hægt að kenna formanninum einum um það. Þetta er að einhverju leyti ímyndarvandi Samfylkingarinnar. Framvarðasveit flokksins er sundurleit og virðist upptekin af pólitískri leikjafræði fremur en uppbyggilegri umræðu. Stefnumálin eru abstrakt, pólitískt rétthugsuð og fremur sjálfsögð. Það vantar frumlega hugsun og kjöt á beinin. Á meðan fara Píratar með himinskautum. Erfitt er að sjá að Árni Páll verði langlífur í embætti. Hvað eftirmenn varðar hefur nafn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra verið nefnt. Hann hefur hins vegar um nóg að hugsa í borginni, fjárhagsstaðan er þröng og hann hefur oft notið meiri lýðhylli. Helgi Hjörvar er sagður á formannsbuxunum en kom ekki vel út úr verðtryggingarmálinu. Sigríður Ingibjörg hlýtur að hafa endanlega spilað rassinn úr buxunum. Katrín Júlíusdóttir hefur örugglega dug, en spurning hvort hún hafi áhuga eða nennu. Svo er spurning hvað Össur gerir. Rennur honum blóðið til skyldunnar eða leitar hugurinn suður á Bessastaði?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun