Rokkperlur sungnar af kór Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2016 13:00 Rokkkórinn lofar stuði á fyrstu tónleikum sínum næstkomandi föstudag. Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“ Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Rokkkór Íslands er sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Kórinn var stofnaður í maí síðastliðnum af Matthíasi V. Baldurssyni eða Matta Sax sem stjórnar kórnum. „Við tökum lög eftir til dæmis AC/DC, Kiss, White Snake, Bon Jovi, U2 og Bonnie Tyler sem eru ekki endilega þeir flytjendur sem fólk tengir við kóra,“ segir Matti hlæjandi. „Ég hef prófað ýmsar tegundir af kórum en fannst vanta rokkkór sem væri helst skipaður söngvurum með bakgrunn í popp- og rokktónlist en hefðu ekki endilega reynslu af að vera í kór heldur frekar í hljómsveitum og slíku. Meirihlutinn af meðlimum kórsins er fólk sem hefur áratuga reynslu sem popp- og rokksöngvarar en er að finna sig vel í þessu.“ Hann segir það hafa komið sér á óvart hversu vel kórinn kæmi út. „Þetta er alveg magnað dæmi og einstakur hljómur sem myndast. Þetta er alveg nýtt á Íslandi. Það eru 35 meðlimir í kórnum sem skiptast í sex raddir þannig að það eru ekki margir í hverri rödd.“ Rokkkórinn heldur sína fyrstu tónleika næstkomandi föstudag, 12. febrúar í Hörpu og lofar Matti miklu stuði. „Þetta verður eighties-rokk partí. Okkur fannst það flottir fyrstu tónleikar, þetta er kröftug tónlist og mikið af þekktum lögum sem fólk kannast við,“ segir hann. Matti segir eina af mestu gítarhetjum landsins, Sigurgeir Sigmundsson, spila með Rokkkórnum á tónleikunum. „Hann er með rokkið í blóðinu. Sonur hans, Davíð Sigurgeirsson gítarleikari, verður líka með og Eiður Arnarsson verður á bassa og á trommum verður Þorbergur Ólafsson.“ Þetta verður þó ekki fyrsta verkefni Rokkkórsins því hann hefur nú þegar gefið út fjögur lög. "Við fengum Sigurð Ingimarsson söngvara til að syngja með okkur Jet Black Joe lagið Rain. Svo gáfum við út lagið Íslensk kona eftir Áslaugu Helgu Hálfdánardóttur, meðlim í kórnum. Síðan erum við að fara að gefa út annað lag strax eftir helgi, nýstárlega rokkútgáfu af Ísland, farsælda frón. Það hafa auðvitað allir kórar sungið það en ekki alveg í þessari útgáfu sem við gerum það. Við fengum Þráin Árna Baldvinsson, gítarleikara í Skálmöld, í lið með okkur þannig að það verður Skálmaldarbragur á þessu en þjóðlegur um leið.“
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira