Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 14:45 Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Vísir Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“ Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53