Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 14:45 Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Vísir Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“ Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Jim Ratcliffe, breski auðkýfingurinn sem fest hefur kaup á meirihluta jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum, er forstjóri Ineos Chemical Group, fyrirtækis sem hyggst hefja setsundrun (e. fracking) í Bretlandi á næstu árum. Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra, gagnrýnir söluna harðlega. Vísir greindi frá kaupunum í gær og var þá sagt að Ratcliffe væri mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefði unnið að henni víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf.Sjá einnig: Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“Í setsundrun er vatni, sandi og efnum ýtt ofan í jörðina með miklum þrýstingi til að ná náttúrulegu gasi. Jarðskjálftar hafa verið raktir til þessa þegar umfram vatni er dælt aftur ofan í jörðina. Ekkert fyrirtæki hefur stundað setsundrun frá 2011 þegar aukin jarðskjálftatíðni i Norðvestur Englandi var rakin til setsundrunar Cuadrilla Resources. Sluppu með skrekkinnÖgmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Huang Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Ögmundur segir að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eignarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Ögmundur fer yfir söluna á Grímsstöðum í færslu á heimasíðu sinni. Hann segir söluna vera vitnisburð um vesaldóm stjórnvalda. Þar rifjar hann upp kauptilraun Nubo og segir Íslendinga hafa sloppið með skrekkinn á sínum tíma. „Það þekkja þeir sem beittu sér í þeirri viðureign að ekki var við auðkýfinginn einan að glíma heldur ekki síður við þá Íslendinga sem reiðubúnir voru til landsölunnar ef græða mætti á henni! Á þessum tíma varð mér oft hugsað til þess hve auðvelt er að missa landið úr greipum okkar. Sú hugsun kemur nú að nýju upp í hugann,“ skrifar Ögmundur. „Á sínum tíma fór allt vel að lokum. En nú er semsagt kominn nýr auðkýfingur til sögunnar. Hann er Breti sem áður segir og því borgari á hinu Evrópska Efnahagssæði, EES. Hann stendur fyrir bragðið betur að vígi en sá kínverski og getur auk þess þakkað eftirmanni mínum í embætti innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti að nema úr gildi reglugerð sem ég hafði sett til að reisa girðingar gegn því að eignarhald á landi færi án skilyrða til EES borgara.“Vesaldómur íslenskra stjórnvalda Hann segir kaup Ratcliffe vera stærra mál en það virðist við fyrstu sýn og að koma þurfi í veg fyrir að stór landsvæði safnist á hendur fárra auðmanna. „Kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum hefði verið til marks um skilning á slíkum sjónarmiðum og virðingarvottur við allt það fólk sem beðið hefur stjórnvöld að taka tillit til slíkra viðhorfa. Í stað þess sitjum við nú uppi með órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda.“
Tengdar fréttir Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53