Viðskipti innlent

Tap hjá ÍNN

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður átti þá 99,21 prósent hlut í ÍNN í árslok 2015.
Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður átti þá 99,21 prósent hlut í ÍNN í árslok 2015. Visir/Valli
Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 30,23 milljónir króna.

Afkoma ársins versnaði milli ára en hún var neikvæð um 10,2 milljónir árið 2014. Eignir í árslok námu 8,8 milljónum króna, samanborið við 18,4 milljónir króna árið áður.

Hlutafé félagsins var í árslok 31,5 milljónir króna. Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður átti þá 99,21 prósent hlut í ÍNN en Ingvi Örn Ingvason átti 0,79 prósent hlut.

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður festi kaup á ÍNN fyrr á þessu ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×