Lífið

Íslandsvinirnir í Chic með nýja plötu á næsta ári

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá tónleikum Chic í Hörpu árið 2013.
Frá tónleikum Chic í Hörpu árið 2013. Vísir/Annþór

Goðsagnakennda diskósveitin Chic mun gefa út plötu á næsta ári. Þetta kemur fram á bloggi forsprakkans Nile Rodgers en þetta verður fyrsta plata sveitarinnar í 25 ár.

Platan mun bera hið einstaklega viðeigandi nafn It's about time, sem gæti útlagst sem Kominn tími til á íslensku, og lengi vel var hvíslað um að til stæði að platan kæmi út á þessu ári. Ekkert varð þó af því og mun útgáfa plötunnar þess í stað marka hápunkt 40 ára afmælisárs sveitarinnar.

„Þegar Prince lést skyndilega leið mér eins og ég hefði orðið fyrir tveimur eldingum. Það fékk mig til að átta mig á því hvers vegna ég nefndi plötuna It's about time,“ skrifar Rodgers á bloggi sínu. „Tíminn er svo mikilvægur og hvernig við nýtum hann skiptir öllu máli.“

Tíu lög munu verða á plötunni en tökum er ekki lokið. Rodgers segir að aðdáendur ættu að halda sér fast enda muni „óvæntur glaðningur“ (e. big surprise)  fylgja útgáfunni. Í samtali við Rolling Stone útskýrir hann þessi orð sín ekkert nánar að öðru leyti en að þetta muni verða „frekar stórt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×