Einstakt EM-ár hjá einni þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 06:00 Evrópumeistararnir okkar; Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson. vísir/getty/afp Íslenskir handboltaþjálfarar halda áfram að gera það gott og tókst að gera árið 2016 að því besta til þessa. Fjögur gull voru í boði á stórmótum ársins og íslenskir þjálfarar náðu þremur þeirra. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tveir aðrir þjálfarar voru að skila flottum árangri á báðum stórmótum ársins. Þórir Hergeirsson og Dagur Sigurðsson áttu báðir magnað og um margt keimlíkt ár þar sem þeir stýrðu landsliðum sínum í verðlaunasæti á tveimur stórmótum. Þórir og Dagur eiga það líka sameiginlegt að þeir stýrðu landsliði sem þeir bjuggu til, Dagur með því að hreinsa vel til innan þýska landsliðshópsins og hrista vel upp í hlutunum en Þórir með áralangri uppbyggingu norska kvennalandsliðsins.graf/guðmundur snærÞað bjuggust ekki margir við miklu af þýska karlalandsliðinu þegar það mætti vængbrotið til leiks á EM í Póllandi í janúar. Liðið var án margra lykilmanna og þar á meðal voru hornamennirnir Uwe Gensheimer fyrirliði og Patrick Groetzki sem höfðu farið fyrir liðinu á fyrsta stórmóti þess undir stjórn Dags. Dagur fann nýja menn og breikkaði um leið hópinn fyrir komandi verkefni. Þrátt fyrir öll forföllin og tap fyrir Spáni í fyrsta leik þá tókst Degi á aðdáunarverðan hátt að snúa vörn í sókn og búa til meistaralið sem vann síðustu sjö leiki sína á mótinu. Liðið endaði á sannfærandi sjö marka sigri á Spáni og sýndi þá hvað það hafði vaxið og dafnað frá því í tapinu í fyrsta leik. Dagur mætti með talsvert meiri væntingar og jafnframt með flesta lykilmenn heila á Ólympíuleikana. Það stefndi í mögulegan Íslendingaslag í úrslitaleiknum en Þjóðverjum tókst ekki að komast í gegnum tvöfalda Ólympíumeistara Frakka í undanúrslitunum. Þýska liðið vann bronsið sannfærandi eftir sigur á Pólverjum og Guðmundur Guðmundsson sá svo um að stoppa sigurgöngu Frakkanna í úrslitaleiknum. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar unnu norsku stelpurnar alla átta leiki sína á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar á meðal sigur á báðum liðunum sem spiluðu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó.Dagur Sigurðsson vann til tvennra verðlauna á árinu.vísir/epaNorska liðið varð þá að sætta sig við bronsverðlaunin eftir tap í dramatískri framlengingu á móti verðandi Ólympíumeisturum Rússa. Norska liðið kom til baka eftir vonbrigðin og vann sannfærandi sigur í bronsleiknum. Liðið kláraði síðan alla átta leiki sína á EM og þrátt fyrir fimm gullverðlaun undir stjórn Þóris á síðustu sex árum þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur alla leiki sína á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari. Samanlagt stýrðu þeir Dagur og Þórir landsliðum sínum til sigurs í 27 af 32 leikjum á stórmótunum tveimur á árinu 2016. Íslensku þjálfararnir tveir fögnuðu sigri í 84 prósent leikjanna á EM og ÓL sem er mögnuð tölfræði.* Heilt yfir eru íslenskir þjálfarar nú handhafar fjögurra af sex stórmótatitlum í boði en það er aðeins heimsmeistaragull karla (Frakkland 2015) og Ólympíugull kvenna (Rússland 2016) sem standa út af borðinu. Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) stýra báðir sínum landsliðum í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs og gætu því bætt úr því.Þórir Hergeirsson er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.vísir/afpÞjálfarar Evrópumeistaraliða í handbolta2016 Karlar: Þýskaland (Dagur Sigurðsson, Ísland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2014 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2012 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Svartfjallaland (Dragan Adzic, Svartfjallaland)2010 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2008 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2006 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: : Noregur (Marit Breivik, Noregur)2004 Karlar: Þýskaland (Heiner Brand, Þýskaland) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2002 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Jan Pytlick, Danmörk2000 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Ungverjaland (Lajos Mocsai, Ungverjaland)1998 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)1996 Karlar: Rússland (Vladimir Maksimov, Rússland) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)1994 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Fréttir ársins 2016 Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslenskir handboltaþjálfarar halda áfram að gera það gott og tókst að gera árið 2016 að því besta til þessa. Fjögur gull voru í boði á stórmótum ársins og íslenskir þjálfarar náðu þremur þeirra. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tveir aðrir þjálfarar voru að skila flottum árangri á báðum stórmótum ársins. Þórir Hergeirsson og Dagur Sigurðsson áttu báðir magnað og um margt keimlíkt ár þar sem þeir stýrðu landsliðum sínum í verðlaunasæti á tveimur stórmótum. Þórir og Dagur eiga það líka sameiginlegt að þeir stýrðu landsliði sem þeir bjuggu til, Dagur með því að hreinsa vel til innan þýska landsliðshópsins og hrista vel upp í hlutunum en Þórir með áralangri uppbyggingu norska kvennalandsliðsins.graf/guðmundur snærÞað bjuggust ekki margir við miklu af þýska karlalandsliðinu þegar það mætti vængbrotið til leiks á EM í Póllandi í janúar. Liðið var án margra lykilmanna og þar á meðal voru hornamennirnir Uwe Gensheimer fyrirliði og Patrick Groetzki sem höfðu farið fyrir liðinu á fyrsta stórmóti þess undir stjórn Dags. Dagur fann nýja menn og breikkaði um leið hópinn fyrir komandi verkefni. Þrátt fyrir öll forföllin og tap fyrir Spáni í fyrsta leik þá tókst Degi á aðdáunarverðan hátt að snúa vörn í sókn og búa til meistaralið sem vann síðustu sjö leiki sína á mótinu. Liðið endaði á sannfærandi sjö marka sigri á Spáni og sýndi þá hvað það hafði vaxið og dafnað frá því í tapinu í fyrsta leik. Dagur mætti með talsvert meiri væntingar og jafnframt með flesta lykilmenn heila á Ólympíuleikana. Það stefndi í mögulegan Íslendingaslag í úrslitaleiknum en Þjóðverjum tókst ekki að komast í gegnum tvöfalda Ólympíumeistara Frakka í undanúrslitunum. Þýska liðið vann bronsið sannfærandi eftir sigur á Pólverjum og Guðmundur Guðmundsson sá svo um að stoppa sigurgöngu Frakkanna í úrslitaleiknum. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar unnu norsku stelpurnar alla átta leiki sína á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar á meðal sigur á báðum liðunum sem spiluðu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó.Dagur Sigurðsson vann til tvennra verðlauna á árinu.vísir/epaNorska liðið varð þá að sætta sig við bronsverðlaunin eftir tap í dramatískri framlengingu á móti verðandi Ólympíumeisturum Rússa. Norska liðið kom til baka eftir vonbrigðin og vann sannfærandi sigur í bronsleiknum. Liðið kláraði síðan alla átta leiki sína á EM og þrátt fyrir fimm gullverðlaun undir stjórn Þóris á síðustu sex árum þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur alla leiki sína á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari. Samanlagt stýrðu þeir Dagur og Þórir landsliðum sínum til sigurs í 27 af 32 leikjum á stórmótunum tveimur á árinu 2016. Íslensku þjálfararnir tveir fögnuðu sigri í 84 prósent leikjanna á EM og ÓL sem er mögnuð tölfræði.* Heilt yfir eru íslenskir þjálfarar nú handhafar fjögurra af sex stórmótatitlum í boði en það er aðeins heimsmeistaragull karla (Frakkland 2015) og Ólympíugull kvenna (Rússland 2016) sem standa út af borðinu. Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) stýra báðir sínum landsliðum í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs og gætu því bætt úr því.Þórir Hergeirsson er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.vísir/afpÞjálfarar Evrópumeistaraliða í handbolta2016 Karlar: Þýskaland (Dagur Sigurðsson, Ísland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2014 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2012 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Svartfjallaland (Dragan Adzic, Svartfjallaland)2010 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2008 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2006 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: : Noregur (Marit Breivik, Noregur)2004 Karlar: Þýskaland (Heiner Brand, Þýskaland) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2002 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Jan Pytlick, Danmörk2000 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Ungverjaland (Lajos Mocsai, Ungverjaland)1998 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)1996 Karlar: Rússland (Vladimir Maksimov, Rússland) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)1994 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)
Fréttir ársins 2016 Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira