Hvar er hugur þinn? Bjarni Gíslason skrifar 20. desember 2016 07:00 Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Ég er einn af þeim sem geta verið pínulítið utan við sig á stundum. Stundum segir konan mín við mig: „Bjarni ertu hérna? Halló!“ Þá er hugur minn einhvers staðar allt annars staðar og hún nær ekki sambandi þó að ég hafi jafnvel hummað við einhverju og þóst vera á staðnum. Við erum mörg sem þurfum að vera duglegri við að vera þar sem við erum með fulla einbeitingu á stund og stað og þeim manneskjum sem maður er með þar og þá.Saman í friði og sátt En þrátt fyrir að þetta sé satt ætla ég samt að færa rök fyrir því að stundum megi maður vera með hugann annars staðar. Ekki síst núna þegar jólin eru að koma og við ætlum öll að njóta þess að vera til, vera saman í friði og sátt. Þá er hollt að vera með hugann líka annars staðar, til dæmis hjá þeim sem lifa ekki við frið og sátt, velsæld og velmegun eins og við flest.Að leggja fram sinn skerf Flóttamenn frá Sýrlandi í flóttamannabúðum í Jórdaníu eða flóttamenn frá Suður-Súdan í Úganda eða fólkið í Jijiga-héraði í Eþíópíu þar sem úrkoma er af skornum skammti og vatn sömuleiðis. Það má vera annars hugar og vera með hugann hjá þeim OG leggja fram sinn skerf til þess að þau hafi það betra.Hagur náungans Oft er það ákveðin sjálflægni sem gerir það að verkum að maður er annars hugar, upptekinn við eigin hag. Það er allavega skárra að vera annars hugar af því að maður er að hugsa um hag náungans. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar er í fullum gangi. Vertu annars hugar og taktu þátt. Þá getur þú svarað: „Já, elskan, ég er hér, ég var bara að hugsa um náunga minn, en nú ætla ég að horfa í augun á þér öll jólin.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar