Innlent

Leysi deiluna við tónlistarkennara

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna.
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Vísir/Pjetur
„Krafa tónlistarskólakennara er hógvær, að njóta sömu launakjara og kennarar við aðrar skólagerðir,“ segir í ályktun kennara við Tónlistarskóla Árnesinga. Þeir „harmi það frost“ sem einkennt hafi viðræður við samninganefndir sveitarfélaga.

 „Ef fer sem horfir, að tónlistarskólakennarar haldi áfram að dragast aftur úr í launakjörum miðað við önnur aðildarfélög KÍ, er hætt við að þeir hverfi til annarra starfa og að það hafi áhrif og bitni á tónlistarfræðslu komandi ára. Það sem tekið hefur áratugi að byggja upp, má eyðileggja á örskotsstundu,“ segja kennararnir.

Bæjarráð Hveragerðis segist hvetja „deiluaðila að leita allra leiða til að ná samkomulagi hið allra fyrsta“.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×