Lúxusdýfa og lakkrískurl í íslenskri ísbúð í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2016 19:02 Philip og Vera ásamt dóttur sinni en ísbúði þeirra heitir Bears Ice Cream Company. mynd/vera „Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Við erum búin að búa í þessu hverfi Hammersmith í nokkur ár og hugsuðum oft þegar við fórum í íslenskar ísbúðir að þetta væri eitthvað sem gæti virkað hérna,“ segir Vera Þórðardóttir, íslensk kona sem er búsett í London, en hún opnar á föstudaginn íslenska ísbúð í stórborginni ásamt eiginmanni sínum, Philip Harrison. Vera og Philip hófu undirbúning að opnun ísbúðarinnar fyrir um ári síðan þegar þau fóru að svipast um eftir hentugu húsnæði í Hammersmith en það er fjölskylduvænt hverfi í Vestur-London.„Gelaterias“ og „sundae shops“ í hverfinu Vera segir að í hverfinu séu nokkrar ísbúðir en þær eru ekki sambærilegar við ísbúðirnar sem Íslendingar þekkja. „Þetta eru mest svona „gelaterias“ og „sundae shops“ sem er svona ítalska og bandaríska „konseptið“ á bak við ísbúð en við erum sem sagt að taka íslenska „konseptið“ og bjóða upp kaldan, þykkan og mjúkan ís eins og við þekkjum í íslenskum ísbúðum.“Ísinn kemur frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey Vera og Philip athuguðu hvort möguleiki væri á að flytja inn ís frá Íslandi en það var of flókið upp á geymslu og flutning að gera. Þau fá því ísinn sinn frá litlu bóndabýli á eyjunni Jersey. „Hann er mjög ferskur og góður. Ég er svolítill íssnobbari og var viss um að við ættum aldrei eftir að finna neitt jafngott og íslenska ísinn en þetta er alveg sambærileg blanda sem við erum að fara að bjóða upp á,“ segir Vera.Íslenskt nammi og íslenskar dýfur Í ísbúðinni verður í boði að fá íslenskar dýfur á ísinn, eins og hina sívinsælu lúxusdýfu, og íslenskt nammi, til dæmis Nóa Kropp og íslenskan lakkrís. Þá verður hægt að fá bragðaref sem er að sögn Veru eitthvað alveg nýtt fyrir Bretum. Vera er fatahönnuður og ráðgjafi og er í fullri vinnu við það og maðurinn er yfirkokkur á breskum pöbb. Ísbúðin er því hliðarverkefni þeirra hjóna en Vera segist mjög spennt fyrir því að opna ísbúðina og kynna hana fyrir öllum þeim fjölda Íslendinga sem býr í London. „Við viljum endilega heyra frá Íslendingum hér hvaða óskir þeir hafa. Við vitum náttúrulega hvað Íslendingar elska ís mikið og ég er bara mjög spennt að geta komið með smá af íslenskri ísmenningu hingað út,“ segir Vera.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira