Lífið

Lethal Weapon öðlast nýtt líf sem sjónvarpssería

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Leikararnir Daymon Wayans og Clayne Crawford leika löggurnar vinsælu í nýjum sjónvarpsþáttum.
Leikararnir Daymon Wayans og Clayne Crawford leika löggurnar vinsælu í nýjum sjónvarpsþáttum. Vísir/Getty
Hver man ekki eftir hasarmyndunum Tveir á toppnum eins og Lethal Weapon myndirnar voru iðulega þýddar þegar þær birtust fyrst hér á landi í kvikmyndahúsum á níunda áratug síðustu aldar. Myndirnar fjórar skörtuðu þeim Mel Gibson og Danny Glover í hlutverkum lögreglumannanna Martin Riggs og Roger Murtaugh og slógu allar í gegn á sínum tíma.

Í stað þess að kýla í fimmtu myndina hefur verið ákveðið að endurvekja lögguhetjurnar frá Los Angeles í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem hefur göngu sína í september. Þar munu þeir Damon Wayans og Clayne Crawford fara með aðalhlutverkin tvö.

Þættirnir verða frumsýndir á sjónvarpsstöðinni FOX en ekki er vitað hver mun hreppa sýningarréttinn hér á landi.

Það virðist vera góður markaður fyrir því að endurgera gamlar myndir sem sjónvarpsseríur en aðdáendur mynda á borð við Rush Hour, Training Day og Uncle Buck eiga allir von á endurnýjun lífdaga uppáhalds persóna sinna.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×