Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 10:19 Vigdís Hauksdóttir alþingismaður vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í tilkynningu Vigdísar kemur fram að hún hafi ákveðið í samráði við sína nánustu að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík á ný. Vigdís hefur verið einn litríkasti þingmaðurinn síðan hún tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar 2009 en jafnframt einn sá umdeildasti. Oft hafa ummæli hennar á þingi, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vakið athygli og nú seinast um helgina vakti færsla hennar á Facebook og Twitter um nýkjörinn forseta Guðna Th. Jóhannesson nokkra athygli. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok,“ segir Vigdís í tilkynningu sinni. Þá segir hún jafnframt að lífið hafi alltaf verið henni gott og fært henni nýjar og spennand áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar hún hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang og hún trúi því að svo verði einnig nú en tilkynningu þingkonunnar má sjá í heild hér að neðan:Í samráði við mína nánustu hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík og læt ég þar með af þingmennsku fyrir flokkinn eftir næstu alþingiskosningar. Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok.Lífið hefur alltaf verið mér gott og fært mér nýjar og spennandi áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar ég hef ákveðið breyta um vettvang og trúi ég að svo verði einnig nú.Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvaðanæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir. Sá stuðningur er ómetanlegur og hefur drifið mig áfram í baráttunni fyrir land og þjóð.Megi Ísland verða frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki um ókomin ár.Með kveðju, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í tilkynningu Vigdísar kemur fram að hún hafi ákveðið í samráði við sína nánustu að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík á ný. Vigdís hefur verið einn litríkasti þingmaðurinn síðan hún tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar 2009 en jafnframt einn sá umdeildasti. Oft hafa ummæli hennar á þingi, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vakið athygli og nú seinast um helgina vakti færsla hennar á Facebook og Twitter um nýkjörinn forseta Guðna Th. Jóhannesson nokkra athygli. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok,“ segir Vigdís í tilkynningu sinni. Þá segir hún jafnframt að lífið hafi alltaf verið henni gott og fært henni nýjar og spennand áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar hún hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang og hún trúi því að svo verði einnig nú en tilkynningu þingkonunnar má sjá í heild hér að neðan:Í samráði við mína nánustu hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík og læt ég þar með af þingmennsku fyrir flokkinn eftir næstu alþingiskosningar. Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok.Lífið hefur alltaf verið mér gott og fært mér nýjar og spennandi áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar ég hef ákveðið breyta um vettvang og trúi ég að svo verði einnig nú.Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvaðanæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir. Sá stuðningur er ómetanlegur og hefur drifið mig áfram í baráttunni fyrir land og þjóð.Megi Ísland verða frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki um ókomin ár.Með kveðju, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira