Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 10:19 Vigdís Hauksdóttir alþingismaður vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í tilkynningu Vigdísar kemur fram að hún hafi ákveðið í samráði við sína nánustu að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík á ný. Vigdís hefur verið einn litríkasti þingmaðurinn síðan hún tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar 2009 en jafnframt einn sá umdeildasti. Oft hafa ummæli hennar á þingi, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vakið athygli og nú seinast um helgina vakti færsla hennar á Facebook og Twitter um nýkjörinn forseta Guðna Th. Jóhannesson nokkra athygli. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok,“ segir Vigdís í tilkynningu sinni. Þá segir hún jafnframt að lífið hafi alltaf verið henni gott og fært henni nýjar og spennand áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar hún hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang og hún trúi því að svo verði einnig nú en tilkynningu þingkonunnar má sjá í heild hér að neðan:Í samráði við mína nánustu hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík og læt ég þar með af þingmennsku fyrir flokkinn eftir næstu alþingiskosningar. Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok.Lífið hefur alltaf verið mér gott og fært mér nýjar og spennandi áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar ég hef ákveðið breyta um vettvang og trúi ég að svo verði einnig nú.Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvaðanæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir. Sá stuðningur er ómetanlegur og hefur drifið mig áfram í baráttunni fyrir land og þjóð.Megi Ísland verða frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki um ókomin ár.Með kveðju, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í tilkynningu Vigdísar kemur fram að hún hafi ákveðið í samráði við sína nánustu að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík á ný. Vigdís hefur verið einn litríkasti þingmaðurinn síðan hún tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar 2009 en jafnframt einn sá umdeildasti. Oft hafa ummæli hennar á þingi, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vakið athygli og nú seinast um helgina vakti færsla hennar á Facebook og Twitter um nýkjörinn forseta Guðna Th. Jóhannesson nokkra athygli. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok,“ segir Vigdís í tilkynningu sinni. Þá segir hún jafnframt að lífið hafi alltaf verið henni gott og fært henni nýjar og spennand áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar hún hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang og hún trúi því að svo verði einnig nú en tilkynningu þingkonunnar má sjá í heild hér að neðan:Í samráði við mína nánustu hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík og læt ég þar með af þingmennsku fyrir flokkinn eftir næstu alþingiskosningar. Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok.Lífið hefur alltaf verið mér gott og fært mér nýjar og spennandi áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar ég hef ákveðið breyta um vettvang og trúi ég að svo verði einnig nú.Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvaðanæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir. Sá stuðningur er ómetanlegur og hefur drifið mig áfram í baráttunni fyrir land og þjóð.Megi Ísland verða frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki um ókomin ár.Með kveðju, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira