Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2016 19:04 Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr sjóði 9 á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem fréttastofa 365 hefur undir höndum. Markús var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994 og var varaforseti hæstaréttar 2002-2003. Þá var hann forseti Hæstaréttar 2004-2005 og svo aftur frá 2012. Í lok árs 2003 átti Markús rúma eina milljón hluti í Íslandsbanka sem síðar varð Glitnir sem nam um 11 milljónum að markaðsvirði. Á þeim tíma var hann 335. stærsti hluthafi Glitnis af rúmlega 11 þúsund hluthöfum. Þessar upplýsingar koma fram í minnisblaði úr gögnunum. Gögnin sýna að á árunum fyrir hrun hagnaðist Markús verulega á eignarhlut sínum. 5. janúar 2007 kemur Markús nýr inn í einkabankaþjónustu hjá Glitni og selur fljótlega eftir það nánast allan hlut sinn í bankanum fyrir um 44 milljónir. Til viðbótar við fjármagn frá sölu á hlutabréfum í Glitni kemur Markús með rúmlega 17 milljóna viðbótarfjármagn í einkabankaþjónustu Glitnis strax í upphafi. Þegar hér er komið við sögu er safn Markúsar orðið að um 60 milljónum. 68% einkasafns Markúsar var í Sjóði 9, 21% í sjóði 10 og 11 prósent í erlendum hlutabréfasjóðum. Samningur Markúsar við bankann var endurnýjaður 18. ágúst 2008 og voru viðskiptin nokkuð áhættusækin eða 50% í skuldabréfum, 25% í innlendum hlutabréfum og 25% í erlendum hlutabréfum. Umræddur sjóður 9 fjárfesti mest í skuldabréfum.Markús var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994.Vísir/pjeturSeldi á heppilegum tímaÍ lok júlí 2007 var eignasafn Markúsar rúmlega 65 milljónir. Í þeim mánuði fara hlutabréf um allan heim að lækka. Lækkun innlendra hlutabréfa hafði áhrif á eign Markúsar í sjóði 10 og hann varð að auka hlut sinn í sjóðnum í byrjun árs 2008 til að vera innan löglegra marka. Snemma árs 2008 flytur Markús 19% af eignum sínum úr Sjóði 9 og yfir í sjóð 1, skuldabréfasjóð sem fjárfesti líka í skuldabréfum útgefnum af stærstu fyrirtækjum landsins og svo sveitarfélögum. Gengi hlutabréfasjóða hélt áfram að lækka alt fram til lok september 2008, þegar atburðarás sem síðar leiddi til falls íslenska fjármálakerfisins fór af stað. Nokkrum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur losaði Markús töluverðar fjárhæðir úr Sjóði 9, fjórar milljónir þann 25. september 2008 og 11 milljónir 11. október 2008. Ljóst er að Markús seldi þessi bréf á einkar heppilegum tíma. Vitað er að upplýsingar um neyðarlögin voru farnar að leika út einhverjum dögum fyrir hrun, auk þess er sagt að neyðarlögin hafi verið skrifuð í viðskiptaráðuneytinu. Þeirri vinnu stýrði dóttir Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara, sem er samstarfsmaður Markúsar.Engin tilkynning um sölu bréfa MarkúsarDómarar við Hæstarétt eru æviráðnir og laun þeirra með því hæsta sem gerist hjá hinu opinbera. Er það meðal annars gert til að tryggja sjálfstæði þeirra. Samkvæmt reglum um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara eiga dómarar sem eignast hlutabréf að tilkynna nefnd um dómarastörf það. Séu þau meira en þriggja milljóna króna virði verður dómarinn að fá heimild fyrir þeirri eign frá nefndinni. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndarinnar, segir að samkvæmt þeim gögnum sem hún hafi undir höndum sé engin tilkynning um sölu bréfa Markúsar árið 2007. Hún segist þó ekki getað sagt til um það hvort umrædd bréf séu tilkynningarskyld án þess að kynna sér nánar gögn málsins. Þrátt fyrir að losa í Sjóði 9 tapaði Markús miklum fjármunum af fjárfestingu sinni í íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum – einkum hlutabréf í bönkunum og fyrirtækjum, sem voru eigendur bankanna. Þrátt fyrir þetta hefur Markús ekki stigið til hliðar vegna vanhæfis í málum er varða bankana og nefnd fyrirtæki. Hvorki eftir hrun né fyrir hrun.Dæmdi í þremur málum gegn Glitni fyrir hrun Hann var meðal dómara í þremur málum sem voru höfðuð gegn Glitni fyrir hrun en þá var hann hluthafi í bankanum. Málunum var öllum vísað frá. Fjögur hrunsmál tengjast Glitni banka en í BK-44 málinu svokallaða voru stjórnendur bankans sakfelldir í Hæstarétti. Í málinu voru þeir Birkir Kristinsson, sem var starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson sem var verðbréfamiðlari og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. Allir voru þeir sakfelldir í Hæstarétti og fengu fangelsisdóma. Fimm hæstaréttardómarar dæmdu í málinu og var Markús einn þeirra. Þess ber að geta að Birkir og Jóhannes hafi starfað í deildinni sem sá um viðskipti Markúsar.Fréttastofa náði sambandi við Markús síðdegis í dag. Meðal annars sendi hann tölvupóst sem sýnir að hann hafi tilkynnt nefndinni um hluta viðskipta sínna. Markús vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, innleysti á annan tug milljóna úr sjóði 9 á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem fréttastofa 365 hefur undir höndum. Markús var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994 og var varaforseti hæstaréttar 2002-2003. Þá var hann forseti Hæstaréttar 2004-2005 og svo aftur frá 2012. Í lok árs 2003 átti Markús rúma eina milljón hluti í Íslandsbanka sem síðar varð Glitnir sem nam um 11 milljónum að markaðsvirði. Á þeim tíma var hann 335. stærsti hluthafi Glitnis af rúmlega 11 þúsund hluthöfum. Þessar upplýsingar koma fram í minnisblaði úr gögnunum. Gögnin sýna að á árunum fyrir hrun hagnaðist Markús verulega á eignarhlut sínum. 5. janúar 2007 kemur Markús nýr inn í einkabankaþjónustu hjá Glitni og selur fljótlega eftir það nánast allan hlut sinn í bankanum fyrir um 44 milljónir. Til viðbótar við fjármagn frá sölu á hlutabréfum í Glitni kemur Markús með rúmlega 17 milljóna viðbótarfjármagn í einkabankaþjónustu Glitnis strax í upphafi. Þegar hér er komið við sögu er safn Markúsar orðið að um 60 milljónum. 68% einkasafns Markúsar var í Sjóði 9, 21% í sjóði 10 og 11 prósent í erlendum hlutabréfasjóðum. Samningur Markúsar við bankann var endurnýjaður 18. ágúst 2008 og voru viðskiptin nokkuð áhættusækin eða 50% í skuldabréfum, 25% í innlendum hlutabréfum og 25% í erlendum hlutabréfum. Umræddur sjóður 9 fjárfesti mest í skuldabréfum.Markús var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994.Vísir/pjeturSeldi á heppilegum tímaÍ lok júlí 2007 var eignasafn Markúsar rúmlega 65 milljónir. Í þeim mánuði fara hlutabréf um allan heim að lækka. Lækkun innlendra hlutabréfa hafði áhrif á eign Markúsar í sjóði 10 og hann varð að auka hlut sinn í sjóðnum í byrjun árs 2008 til að vera innan löglegra marka. Snemma árs 2008 flytur Markús 19% af eignum sínum úr Sjóði 9 og yfir í sjóð 1, skuldabréfasjóð sem fjárfesti líka í skuldabréfum útgefnum af stærstu fyrirtækjum landsins og svo sveitarfélögum. Gengi hlutabréfasjóða hélt áfram að lækka alt fram til lok september 2008, þegar atburðarás sem síðar leiddi til falls íslenska fjármálakerfisins fór af stað. Nokkrum dögum áður en Glitnir var þjóðnýttur losaði Markús töluverðar fjárhæðir úr Sjóði 9, fjórar milljónir þann 25. september 2008 og 11 milljónir 11. október 2008. Ljóst er að Markús seldi þessi bréf á einkar heppilegum tíma. Vitað er að upplýsingar um neyðarlögin voru farnar að leika út einhverjum dögum fyrir hrun, auk þess er sagt að neyðarlögin hafi verið skrifuð í viðskiptaráðuneytinu. Þeirri vinnu stýrði dóttir Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara, sem er samstarfsmaður Markúsar.Engin tilkynning um sölu bréfa MarkúsarDómarar við Hæstarétt eru æviráðnir og laun þeirra með því hæsta sem gerist hjá hinu opinbera. Er það meðal annars gert til að tryggja sjálfstæði þeirra. Samkvæmt reglum um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara eiga dómarar sem eignast hlutabréf að tilkynna nefnd um dómarastörf það. Séu þau meira en þriggja milljóna króna virði verður dómarinn að fá heimild fyrir þeirri eign frá nefndinni. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndarinnar, segir að samkvæmt þeim gögnum sem hún hafi undir höndum sé engin tilkynning um sölu bréfa Markúsar árið 2007. Hún segist þó ekki getað sagt til um það hvort umrædd bréf séu tilkynningarskyld án þess að kynna sér nánar gögn málsins. Þrátt fyrir að losa í Sjóði 9 tapaði Markús miklum fjármunum af fjárfestingu sinni í íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum – einkum hlutabréf í bönkunum og fyrirtækjum, sem voru eigendur bankanna. Þrátt fyrir þetta hefur Markús ekki stigið til hliðar vegna vanhæfis í málum er varða bankana og nefnd fyrirtæki. Hvorki eftir hrun né fyrir hrun.Dæmdi í þremur málum gegn Glitni fyrir hrun Hann var meðal dómara í þremur málum sem voru höfðuð gegn Glitni fyrir hrun en þá var hann hluthafi í bankanum. Málunum var öllum vísað frá. Fjögur hrunsmál tengjast Glitni banka en í BK-44 málinu svokallaða voru stjórnendur bankans sakfelldir í Hæstarétti. Í málinu voru þeir Birkir Kristinsson, sem var starfsmaður einkabankaþjónustu Glitnis, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar Svavarsson sem var verðbréfamiðlari og Magnús Arnar Arngrímsson, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga. Allir voru þeir sakfelldir í Hæstarétti og fengu fangelsisdóma. Fimm hæstaréttardómarar dæmdu í málinu og var Markús einn þeirra. Þess ber að geta að Birkir og Jóhannes hafi starfað í deildinni sem sá um viðskipti Markúsar.Fréttastofa náði sambandi við Markús síðdegis í dag. Meðal annars sendi hann tölvupóst sem sýnir að hann hafi tilkynnt nefndinni um hluta viðskipta sínna. Markús vildi ekki veita viðtal vegna málsins.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Sjá meira