Hinar fornu byggingar í sýrlensku borginni Palmyra eru ekki jafn mikið skemmdar og óttast var eftir skemmdarverk ISIS. Sýrlenski stjórnarherinn hefur náð tökum á borginni á ný eftir bardaga við liðsmenn ISIS.
Palmyra er að finna um 200 kílómetrum norðaustur af sýrlensku höfuðborginni Damaskus. Borgin stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. ISIS-liðar höfðu framið skemmdarverk á hinum fornu hofum Palmyru og birtu myndbönd af eyðileggingunni á minjunum sem taldar eru vera ómetanlegar.
Helsti fornleifafræðingur Sýrlands segist hafa fundið fyrir mikilli gleði eftir að rannsókn leiddi í ljós að skemmdirnar eru ekki jafn miklar og talið var í fyrstu.
„Við bjuggumst við hinu versta en heilt yfir lítur þetta vel út,“ sagði Maamoun Abdulkarim sem fór fyrir rannsókninni á minjunum í Palmyra eftir að stjórnarherinn náði yfirráðum yfir borginni á ný.
Hin fornu hof Palmyru ekki jafn mikið skemmd og óttast var

Tengdar fréttir

Sprengdu annað hof í Palmyra
Eitt mikilvægasta hof þessara tvö þúsund ára gömlu rústa hefur verið stórskemmt.

Fleiri sprengingar í Palmyra
Vígamenn Íslamska ríkisins hafa sprengt upp þrjá turna í borginni fornu.

Stjórnarherinn hefur frelsað Palmyra
ISIS-liðar hertóku borgina fyrir tæpu ári síðan.

Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak
Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul.

ISIS-liðar birta myndir af eyðileggingu Baalshamin-hofsins
Tvö þúsund ára gamalt hofið var einar merkustu fornminjarnar í sýrlensku borginni Palmyra.

Fyrstu myndirnar af eyðilögðum sigurboga í Palmyra birtar
Liðsmenn ISIS unnu skemmdir á sigurboganum í sýrlensku borginni fyrir nokkrum dögum.

Umsjónarmaður Palmyra tekinn af lífi
Khaled Al-Assad var 82 ára gamall og hafði séð um þessar tvö þúsund ára gömlu rústir í fjóra áratugi.

Gervihnattamyndir staðfesta eyðileggingu Belhofsins í Palmyra
Hryðjuverkasamtökin ISIS náðu Palmyra á sitt vald í maí síðastliðinn og hafa síðan skemmt nokkur forn hof.