Rússar tilbúnir til að auka olíuframleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2016 17:51 Frá blaðamannafundi olíuframleiðenda í febrúar. Alexander Novak er til hægri á myndinni. Vísir/EPA Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira