Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:00 Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins. Vísir/GVA Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar. Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar.
Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00