Handbolti

Ómar Ingi búinn að semja við Århus

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ómar Ingi í leik með Val.
Ómar Ingi í leik með Val. vísir/ernir
Unglingalandsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Val því hann er á leiðinni til Danmerkur.

Danska liðið Århus tilkynnti í morgun að Ómar Ingi væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Þar sem Ómar Ingi er meiddur og spilar ekki meira í úrslitakeppninni er ferlinum hjá Val lokið. Í það minnsta í bili.

Ómar Ingi er aðeins 19 ára gamall en af mörgum talinn vera efnilegasti handboltamaður Íslands í dag. Honum er meðal annars líkt við Ólaf Stefánsson og danskir fjölmiðlar voru að vinna með þá samlíkingu í morgun.

Tveir aðrir Íslendingar verða í liði Århus á næsta tímabili en það eru þeir Róbert Gunnarsson og Sigvaldi Guðjónsson.

„Ég kom í heimsókn hingað í desember og leist vel á allt. Ég er mjög spenntur fyrir því að spila hérna. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Ómar Ingi við heimasíðu Århus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×