Samtakamáttur lífeyrissjóðanna Bolli Héðinsson skrifar 20. apríl 2016 09:30 Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar?
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun