Handbolti

Akureyri samdi við tvo litháíska landsliðsmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stropus í leik með Víkingi í vetur.
Stropus í leik með Víkingi í vetur. vísir/anton
Forráðamenn handboltaliðs Akureyrar sitja ekki auðum höndum þó svo liðið sé farið í sumarfrí.

Í gærkvöldi tilkynnti liðið að það væri búið að semja við tvo litháíska landsliðsmenn.

Annar þeirra er íslenskum handboltaáhugamönnum kunnugur enda lék hann með Víkingi í vetur. Hann heitir Karolis Stropus og er hörkuskytta.

Hinn leikmaðurinn heitir Mindaugas Dumcius og er líka skytta. Dumcius er aftur á móti örvhentur þannig að landarnir geta báðir spilað skyttu á sama tíma.

Stropus er 25 ára en Dumcius tvítugur. Hann hefur orðið meistari í Litháen fjórum sinnum þrátt fyrir ungan aldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×