Helena verður ekki með í Hólminum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 13:43 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Vilhelm Haukakonur verða án Helenu Sverrisdóttur í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik Hauka og Snæfells um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna. Besti leikmaður Domino´s deildar kvenna í vetur þarf að sætta sig við það erfiða hlutverk í kvöld að horfa á leikinn frá hliðarlínunni. Helena staðfesti þetta við Vísi í dag. Helena meiddist á kálfa í þriðja leikhluta í leik eitt og gat ekki spilað síðustu fimmtán mínútur leiksins. Meiðslin voru það alvarleg að Haukar vilja ekki taka neina áhættu með það að gera illt verra og því mun Helena hvíla í kvöld. Helena hefur verið í sjúkraþjálfun frá því á laugardag og mun halda áfram á fullu í að vinna í því að koma kálfanum í lag en þriðji leikurinn er síðan á Ásvöllum á fimmtudaginn. Þá verða liðnir fimm dagar frá því að hún meiddist. Helena var komin með 17 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar á 23 mínútum þegar hún meiddist í fyrsta leiknum á Ásvöllum. Þetta voru reyndar önnur meiðsli hennar þann daginn því hún fékk einnig fingur í augað fyrr í leiknum. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25. Haukaliðið hélt hinsvegar út og þar munaði ekki síst um stigin 10 sem Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði í fjarveru Helenu. Haukarnir þurfa á öðrum stórleik að halda frá Pálínu ætli þær að komast í 2-0 í kvöld. Snæfellskonur hafa ekki tapað í Stykkishólmi í allan vetur og þær unnu báða deildarleikina við Hauka í Hólminum, fyrst með tíu stigum í nóvember og svo með fjórtán stigum í janúar. Fjarvera Helenu gerir verkefnið mun erfiðara fyrir Haukaliðið sem fá hinsvegar kjörið tækifæri til að sýna það og sanna að liðið sé meira en bara Helena Sverrisdóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Haukakonur verða án Helenu Sverrisdóttur í Stykkishólmi í kvöld í öðrum leik Hauka og Snæfells um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna. Besti leikmaður Domino´s deildar kvenna í vetur þarf að sætta sig við það erfiða hlutverk í kvöld að horfa á leikinn frá hliðarlínunni. Helena staðfesti þetta við Vísi í dag. Helena meiddist á kálfa í þriðja leikhluta í leik eitt og gat ekki spilað síðustu fimmtán mínútur leiksins. Meiðslin voru það alvarleg að Haukar vilja ekki taka neina áhættu með það að gera illt verra og því mun Helena hvíla í kvöld. Helena hefur verið í sjúkraþjálfun frá því á laugardag og mun halda áfram á fullu í að vinna í því að koma kálfanum í lag en þriðji leikurinn er síðan á Ásvöllum á fimmtudaginn. Þá verða liðnir fimm dagar frá því að hún meiddist. Helena var komin með 17 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar á 23 mínútum þegar hún meiddist í fyrsta leiknum á Ásvöllum. Þetta voru reyndar önnur meiðsli hennar þann daginn því hún fékk einnig fingur í augað fyrr í leiknum. Haukar voru 40-25 yfir þegar Helena fór af velli en Snæfellskonur unnu síðustu fimmtán mínúturnar 39-25. Haukaliðið hélt hinsvegar út og þar munaði ekki síst um stigin 10 sem Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði í fjarveru Helenu. Haukarnir þurfa á öðrum stórleik að halda frá Pálínu ætli þær að komast í 2-0 í kvöld. Snæfellskonur hafa ekki tapað í Stykkishólmi í allan vetur og þær unnu báða deildarleikina við Hauka í Hólminum, fyrst með tíu stigum í nóvember og svo með fjórtán stigum í janúar. Fjarvera Helenu gerir verkefnið mun erfiðara fyrir Haukaliðið sem fá hinsvegar kjörið tækifæri til að sýna það og sanna að liðið sé meira en bara Helena Sverrisdóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira