„Ánægð að hafa komið í veg fyrir að efnin færu í dreifingu inni á hátíðarsvæðinu" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2016 19:30 Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi. Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á mikið magn fíkniefna í gærkvöldi, og er þetta stærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp í sögu Þjóðhátíðar. Að öðru leiti hafa hátíðarhöld um verslunarmannahelgina gengið vel. Söluverðmæti efnanna sem lögreglan lagði hald á er um 3 milljónir króna en um var að ræða hundrað grömm af ætluðu kókaíni, 100 grömm af ætluðu amfetamíni og 180 e-töflur og telur lögreglan að ætlunin hafi verið að selja efnin á hátíðinni. Tveir menn voru handteknir og sitja þeir í fangageymslum. „Þetta er mesta magn sem hefur fundist á Þjóðhátíð og í tengslum við Þjóðhátíð frá upphafi. Þetta er tekið og haldlagt um hálf níu í gærkvöldi. Þetta átti að fara í dreifingu væntanlega inni á hátíðarsvæðinu, þannig að við erum gríðarlega ánægð með það að hafa náð því að haldleggja þetta og koma þannig í veg fyrir að þetta hafi komist í umferð,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Það voru fjórir menn sem gistu fangageymslur í nótt. Fyrir hvaða brot var það? „Það var eitt ölvunarbrot, síðan var heimilisofbeldi og svo voru þarna tveir vegna þessa fíkniefnamáls. Það er búið að kæra þrjár líkamsárásir til okkar og auðvitað var mikil erill hjá lögreglu og talsvert um pústra og einhver slagsmál og svona en hérna að meginstefnunni til þá fór þetta bara vel fram,“ segir Páley. Ekki fengust upplýsingar um hvort kynferðisbrot hefðu verið tilkynnt á hátíðinni. Mikil fjöldi er í Vestmannaeyjum og veðurblíðan með eindæmum.Umferð gengið velUmferð um Suðurland hefur gengið vel það sem af er og hafa engin alvarleg slys eða umferðaróhöpp verið tilkynnt. Fréttastofan fékk að fylgja eftir lögreglunni og Landhelgisgæslunni við umferðareftirlit en í gærkvöldi hafði umferðarþungi að mestu gengið niður niður. Í dag hefur verið jöfn og þétt umferð um Suðurland. Flogið var víðsvegar um Suðurland og ökumenn stöðvaðir þar sem athugað var með ástand þeirra og ökuréttindi. Samstarf lögreglunnar og Landheglisgæslunnar, þar sem þyrlan er notuð við eftirlit hefur gefist vel og mega vegfarendur og hátíðargestir víða um land átt von á því að fylgst sé með þeim úr lofti. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í þessu eftirlitsflugi.
Tengdar fréttir Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Stærsti fíkniefnafundur í sögu Þjóðhátíðar Lögregla í Vestmannaeyjum handtók í gærkvöld tvo menn vegna gruns um að hafa ætlað sér að selja fíkniefni á Þjóðhátíð. 30. júlí 2016 12:47