Handbolti

Haukar spila báða leikina í Grikklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karlalið Hauka í handbolta hefur verið fastagestir í Evrópukeppnum á þessari öld og það verður engin breyting þar á í ár.

Líkt og í fyrra taka Haukar þátt í EHF-bikarnum en þeir mæta A.C. Diomidis Argous frá Grikklandi í 1. umferð forkeppninnar.

„Það hefur alltaf verið mikil áhersla á að taka þátt í Evrópukeppninni og þetta er stór þáttur í okkar starfi,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þátttaka í Evrópukeppnum er kostnaðarsöm en Haukar láta það ekki á sig fá.

„Það er samstillt átak í klúbbnum, hjá leikmönnum, sjálfboðaliðum og stjórn, að hjálpast að við að fjármagna þetta. Það er dýrt að taka þátt en við erum alltaf tilbúnir að leggja þetta á okkur,“ sagði Gunnar tók við Haukum fyrir síðasta tímabil.

Haukar munu spila báða leikina gegn Diomidis Argous á útivelli.

„Það er frekar dýr pakki að fara til Grikklands. Við teljum okkur geta farið áfram með því að spila báða leikina úti. Við gerðum þetta líka í fyrra,“ sagði Gunnar.

„Við ætlum okkur að klára þetta og ef við gerum það fáum við mjög spennandi verkefni, Alingsas frá Svíþjóð.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×