Sérstakt pokagjald hefur dregið gríðarlega úr plastpokanotkun Breta Atli Ísleifsson skrifar 30. júlí 2016 17:00 Betur má ef duga skal, segir breski umhverfisráðherrann. Vísir/Getty Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Verulega hefur dregið úr plastpokanotkun Breta eftir að yfirvöld komu á sérstöku plastpokagjaldi, sem samsvarar um sex krónum á hvern plastpoka, hjá stóru verslunarkeðjunum síðastliðið haust. Samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hefur kaup á plastpokum dregist saman um 85 prósent á tímabilinu frá því að gjaldinu var komið á í október. Breskir neytendur fóru heim með rúmlega 500 milljónum plastpoka úr verslunum sjö stærstu verslunarkeðja landsins á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við um sjö milljarða poka á árinu 2014. Umhverfisráðuneyti landsins gerir ráð fyrir að allt stefni í að hægt sé að spara um sex milljarða plastpoka í landinu í á árinu vegna aðgerðarinnar. Umhverfisráðherrann Therese Coffey segir að þetta sýni að með því sem virðast vera smávægilegar aðgerðir sé hægt að gera miklar breytingar. Hún leggur þó áherslu á að ekki megi sofna á verðinum. „Við verðum alltaf að gera meira til að draga úr losun úrgangs og endurvinna það sem við nýtum,“ segir Coffey í samtali við Guardian. Gjaldið var sett á alla þá poka sem neytendur fá í fyrirtækjum sem eru með að minnsta kosti 250 starfsmenn og á því ekki við smærri verslanir. Markmiðið með átakinu var að draga úr plastnotkun og vernda dýralíf, sér í lagi fiska, þar sem mikið magn plasts endar í hafinu.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira