Barist um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. júlí 2016 18:45 Vísir/AFP Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2. MMA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Leik lokið: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Sjá meira
Það verður barist um veltivigtartitilinn í nótt á UFC 201. Meistarinn Robbie Lawler mun freista þess að verja titilinn sinn í þriðja sinn þegar hann mætir Tyron Woodley í kvöld.Gunnar Nelson berst í veltivigtinni í UFC og er þyngdarflokkurinn einn sá allra sterkasti og skemmtilegasti í UFC. Robbie Lawler hefur verið veltivigtarmeistari UFC síðan í desember 2014 en Lawler er eiginlega draumameistari UFC. Allir bardagar hans eru stórskemmtilegir þó hann sé ekki jafn stórt nafn eins og Ronda Rousey eða Conor McGregor. Gallinn við Lawler er að hann er hræðilegur þegar kemur að því að selja bardaga í fjölmiðlum. Hann segir ekki mikið og segir yfirleitt það sama fyrir bardagann, sama hver sem andstæðingurinn er. Hann einbeitir sér bara að sjálfum sér og er ekkert að spá í hvað andstæðingurinn segir eða gerir. Lawler hefur þó átt sín augnablik eins og þegar hann sagði ískaldur og kaldrifjaður hvernig bardagi gegn Conor McGregor myndi fara. Besta leiðin til að selja Robbie Lawler bardaga er þó alltaf að sýna bardaga með Robbie Lawler. Lawler er gríðarlega fær standandi og virðist vera ómannlega harður, líkamlega og andlega. Hann gefst aldrei upp og ef andstæðingar ætla að freista þess að sigra hann verða þeir að vera tilbúnir í 25 verstu mínútur lífs síns. Það gæti Tyron Woodley verið tilbúinn í. Woodley hefur ekki barist síðan í janúar 2015 og því eru ekki allir sammála um að hann eigi þennan titilbardaga skilið. Við vitum þó ekkert hvað Woodley hefur verið að æfa undanfarna 18 mánuði og gæti hann komið verulega á óvart. Við vitum þó að Woodley er afar höggþungur og sterkur glímumaður og gæti valdið meistaranum miklum vandræðum. Takist Woodley að sigra Lawler væru það enn ein óvæntu úrslitin í titilbardögum á þessu ári. Á þessu ári höfum við fengið sex nýja meistara í UFC en aðeins Robbie Lawler, Dominick Cruz og Demetrious Johnson hafa varið beltið sitt á þessu ári. UFC 201 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin kl 2.
MMA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Leik lokið: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Njarðvíkingar með sópinn á lofti Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Sjá meira