Tuttugu og tveggja klukkustunda töf varð á flugi WOW Air frá Keflavík til Dyflinnar á Írlandi, en hún fór loks af stað klukkan fimm í morgun.
Áætlað var að flugvélin færi frá Keflavík klukkan sex í gærmorgun.
Farþegar eru margir hverjir mjög ósáttir við upplýsingagjöf flugfélagsins til farþega, en loksins þegar flugvélin átti að fara klukkan fjögur í morgun tafðist flugið um klukkustund þar sem tuttugu farþegar höfðu bókað far með öðrum flugfélögum og því þurfti að fjarlægja farangur þeirra úr flugvél WOW Air áður en hún fór loks í loftið.

